Goðasteinn - 01.09.1996, Blaðsíða 219
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Kvenfélög
Kvenfélagið Unnur, Rangárvöllum
Félagsfundir á árinu 1995 voru 8. Fund-
irnir eru haldnir til skiptis hjá félagskonum
fyrir utan haustfund og aðalfund sem haldinn
er á vorin. Það að hafa félagsfundina heima
hjá félagskonunum gerir það að verkum að
mál eru afgreidd fyrr og fundirnir verða mun
skemmtilegri og konurnar mæta betur.
Stjórnarfundir voru 4. Félagar eru 31,
heiðursfélagi 1.
Starfsemi kvenfélagins Unnar árið 1995
var með hefðbundnum hætti. Ýmis félaga-
samtök voru styrkt t.d. Tilvera — samtök
gegn ófrjósemi, Hjálparstofnun kirkjunnar,
Gigtarfélag íslands, Stöðvum unglinga-
drykkju, Fræðslumiðstöð í fíkniefnum og
Kvennaathvarfið. Seld jólakort SSK til
styrktar Sjúkrahúsi Suðurlands og jólakort til
styrktar Minningarsjóði Olafs Björnssonar
læknis. Seld almanök til styrktar Þroskahjálp
á Suðurlandi. Kaffisala var við ýmis tækifæri
svo sem á Töðugjöldunum, stóðhestasýningu
í Gunnarsholti og í réttunum. Seld sumar-
blóm og haldið bingó.
Heiðar Jónsson snyrtir var fenginn eina
kvöldstund með skemmtikvöld. Var það opið
öllum og komu um 50 konur sem áttu
skemmtiiega kvöldstund saman. Sýnikennsla
var haldin í jólaföndri á vegum Þórunnar
Jónasdóttur og snyrtikynning á vegum
Margrétar Ýrar Sigurgeirsdóttur. Haldin var
Jónsmessuhátíð í gömlu Reyðarvatnsréttum í
samvinnu við Búnaðarfélag Rangárvalla-
hrepps og jólatrésskemmtun í samvinnu við
Kvenfélag Oddakirkju. Einnig höfðu kven-
félögin í læknishéraðinu samvinnu sín á milli
við sláturgerð á Dvalarheimilinu Lundi.
Félagskonur tóku þátt í kvennahlaupinu.
I stjórn félagsins árið 1995 voru Lovísa
Björk Sigurðardóttir formaður, Linda
Vilhjálmsdóttir ritari og Guðbjörg Edda
Arnadóttir gjaldkeri.
Segja má að félagsstarfið hjá okkur hefði
mátt vera meira, en það er þannig í dag að
konur eru svo uppteknar í vinnu að þær hafa
takmarkaðan tíma í félagsstörfin. Það er af
sem áður var þegar kvenfélögin voru
upphaflega stofnuð, þá var félags-
þörfin meiri og konur þurftu að hitt-
ast. En við þurfum að laga okkar
félagskap að breyttum tímum og
aðstæðum og alltaf er þörf fyrir
kvenfélögin. Vil ég hvetja ungar
konur til þess að kynna sér þennan
félagsskap og ganga til liðs við
hann.
Lovísa B. Sigurðardóttir.
Félagskonur úr Kvenfélaginu Unni sem sáu um „stóðhestakaffi“ í Gunnarsholti 1995. Aftari
röðfrá vinstri: Kolbrún Sigurgeirsdóttir, Anna Björgvinsdóttir, Ragnheiður Skúladóttir, Lovísa
Sigurðardóttir, Kristín Bragadóttir, Linda Osk Vilhjálmsdóttir, Inga Kolbrún lvarsdóttir, Drífa
Hjartardóttir, Anna M. Kristjánsdóttir, Þórdís Guðmundsdóttir, Unnur Hróbjartsdóttir og
Bergþóra Jósefsdóttir. Fremst frá vinstri: Unnur Lilja Bjarnadóttir, Halldóra G. Valdórsdóttir og
Arný Oddsdóttir. —Ljósm.: Unnur Hróbjartsdóttir.
-217-