Goðasteinn - 01.09.1996, Blaðsíða 177
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Sveitarfélög
verður undir stjórn Grunnskólans í
Skógum. Nemendafjöldi grunnskólans
verður þá unr 40 og í 10 árgöngum,
kennarastöður 5 með skólastjóra.
Sveitarfélagið rekur leikskóla 2 daga í
viku í húsnæði grunnskólans. Þar hefur
Tónlistarskóli Rangæinga einnig aðselur.
Nemendur Skógaskóla voru 65 haustið
1995, þar af 55 á framhaldsskólastigi á 1.
og 2. ári. Nær allir nemendur framhalds-
skólans eru á heimavist sem rúmar um 60
nemendur. Alls störfuðu 14 manns við
skólann, þar af 6 kennarar auk skólastjóra.
Ferðaþjónusta
Vorið 1995 var félagsheimilið Fossbúð
leigt út til einkaaðila sem reka þar veit-
inga- og gistiþjónustu, ásamt því að annast
upplýsingaþjónustu fyrir ferðamenn.
Sveitarfélagið rekur tjaldsvæði við
Skógafoss sem er vinsælt af ferðamönnum.
Ferðaskrifstofa íslands rekur Edduhótel
í Skógaskóla á sumrin. Hótelið annar vart
eftirspurn eftir gistirými. Byggðasafn
Rangæinga og V.-Skaftfellinga í Skógum
er fjölsóttasta byggðasafn á lands-
byggðinni, en þetta ár voru gestir þess um
30 þúsund. Þá er bændagisting í Drangs-
hlíð I og á Seljavöllum er góð aðstaða
fyrir ferðamenn. Þar er sundlaug, tjald-
svæði og verslun. Matvöruverslun og
bensínafgreiðsla er í Skarðshlíð. Einnig er
rekin ferðamannaverslun og bensín-
afgreiðsla í Steinum.
Vonast er til að tilkoma jarðhita í
Skógum verði til þess að efla þá ferðaþjón-
ustu sem þegar er fyrir hendi og skapa
jafnframt nýja möguleika í þessari at-
vinnugrein.
Margrét Einarsdóttir Skógum
Skógaskóli - framhaldsskólinn í
Skógum
Á vormisseri 1995 voru 13 nemendur í
grunnskóladeild, 31 á 1. ári franrhalds-
skólans og 11 á öðru ári. Alls voru nem-
endur því 55. Á haustmisseri 1995 stund-
uðu 55 nemendur nám í skólanum, þar af
26 á 2. ári, auk 10 nemenda í grunnskóla-
deild. Samtals voru 65 nemendur. I
skólanum, en það var mesti fjöldi nemenda
í skólanum frá upphafi hans sem fram-
haldsskóla.
Vorið 1995 hættu störfum við skólann
tveir kennarar: Marteinn Guðjónsson,
stærðfræðikennari og Tómas Magnússon
íþróttakennari. Haustið 1995 hófu þar störf
Guðlaug Pálsdóttir, stærðfræðikennari, og
Sigrún Hreiðarsdóttir, íþrótta- og grunn-
skólakennari. Auk þeirra voru við störf allt
árið Heimir Hálfdanarson, íslenskukennari,
Guðmundur Sæmundsson, íslensku- og
dönskukennari, Ægir P. Ellertsson, ensku-
og þýskukennari, Margrét Einarsdóttir,
vélritunarkennari og Sverrir Magnússon
skólastjóri.
Húsvörður skólans var Magnús Tómas-
son. Við mötuneytið störfuðu þær Erla
Þorbergsdóttir matráðskona, Ragnheiður
Klemensdóttir starfsstúlka og Ólöf Bárð-
ardóttir starfsstúlka. Magnea Gunnarsdóttir
var ræstitæknir skólans ásamt Vilborgu
Sigurjónsdóttur. Guðrún Tómasdóttir var
gjaldkeri mötuneytis skólans, auk þess sem
hún sá um bóksölu.
-175-