Goðasteinn - 01.09.1996, Blaðsíða 32
Goðasteinn 1996
grím sigra sig, en allir vissu að Stefán
hafði margfalda krafta á við hann. Sagt
var að þegar Steingrímur kom heim úr
þessum ferðum, hefði hann oft sagt við
húsbónda sinn:
„Það voru nú aldeilis ryskingar á
okkur Stefáni“.
Svo var það einn sunnudag að Stein-
grímur fór að Kotmúla og ætlaði að
tuskast við Stefán, að Sveinn bróðir
hans er staddur í bæjardyrunum ásamt
Stefáni. Þá hljóp einhver galsi í þá
bræðurna, svo þeir taka saman þar í
dyrunum og verða þar harðar svifting-
ar, sem enduðu með því að þeir fóru
með þilið frá dyrunum og fram í kál-
garð, sem var fram af bænum. Þegar
Steingrímur sá þessar hamfarir tók
hann til fótanna og hljóp heim og fór
aldrei eftir það að Kotmúla í þeim
erindum að takast á við Stefán.
Tuskast við trippi
Á Torfastöðum bjó um mörg ár
Sigurjón Jónsson. Hann var fæddur þar
og alinn upp hjá foreldrum sínum Jóni
Egilssyni og Sigurbjörgu Sveinsdóttur.
Sigurjón sagði mér að þegar hann var
unglingur var hann eitt sinn um vor
sendur vestur að Kotmúla einhverra
erinda. Þegar hann kemur þar er Stefán
að stríða við að reka trippi úr túninu.
Það var þriggja vetra og styggt. Það
hafði komist inn yfir túngarðinn, sem
var um það bil axlar hár. Stefán bað þá
Sigurjón um aðstoð og tókst þeim að
koma því í sjálfheldu við garðinn.
Þegar svo var komið hljóp trippið á þá
félaga, en Stefán náði taki á faxi þess.
Honum var þá farið að renna í skap,
þótt jafnlyndur væri. Tók hann þá
trippið eins og það væri lamb og kast-
aði því út yfir garðinn, vék sér svo að
Sigurjóni og sagðist fyrirbjóða honunr
að segja þetta nokkrum manni. Sigur-
jón sagði mér einnig að hann hefði oft
séð Stefán taka upp fullorðna hesta.
Norðlendingur hirtur
Jón Björnsson, sem lengi bjó í
Bollakoti í Fljótshlíð, sagði mér að
hann hefði róið á sama skipi og Stefán
í Þorlákshöfn. Hann taldi Stefán einn
með bestu félögum, sem hann hefði
verið með til sjós, hægur og dagfars-
prúður, tók alltaf málstað þeirra, sem
minna máttu sín og ekki var að tala um
handtök hans þegar á reyndi.
Norðlenskur maður var á skipi með
þeim Jóni og Stefáni. Ekki man ég
hvort Jón nefndi nafn hans, en þessi
maður var nokkuð ófyrirleitinn, áfloga-
gjarn, sterkur og nokkuð hrekkjóttur og
kom það helst niður á þeim, sem minna
máttu sín og lék hann þá stundum all
grátt, en sennilega hefur hann haft ein-
hvern grun um að Stefán væri ekki
lamb að leika við og lét hann því í friði
fram eftir vertíð.
Svo var það einhverju sinni í land-
legu að óvenju mikill galsi var í þeim
norðlenska. Stefán lá þá uppi í rúmi
sínu og átti sér ekki árásar von. Mað-
urinn ræðst þá að Stefáni og ætlar að
draga hann fram úr rúminu. Stefán
sprettur þá upp eins og stálfjöður, þríf-
ur manninn eins og hann væri barn,
leggur hann upp í rúmið og leysir vind
-30-