Goðasteinn - 01.09.1996, Blaðsíða 226
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Iþróttafélög
Ungmennafélagið Eyfellingur, Austur-Eyj afj öllum
Á aðalfundi Umf. Eyfellings 1994 voru
samþykktar starfsreglur fyrir nefndir
félagsins. Sú samþykkt var mjög af hinu
góða, því að þar var unnið mikið starf á ár-
inu. Ber að sjálfsögðu hæst íþróttirnar eins
og svo oft áður. Getum við verið þokka-
lega ánægð með árangurinn, þótt titlar á
Rangæingamóti og Keppni úr fjarlægð hafi
runnið okkur úr greipum - tímabundið.
Á árinu var á vegum íþróttahreyfing-
arinnar efnt til „Landshreyfingar“ eins og
síðasta ár. Þátttaka á svæði Eyfellings var
nokkuð góð. Alls náðu tveir einstaklingar
að vinna til gullmerkis, þrír til silfurs og
þrír til bronsmerkis.
Félagið varð sjöunda stigahæsta félagið
í heildarstigatöflu HSK með 83 stig. Fyrir
ofan voru Umf. Selfoss með 206,5 stig,
Umf. Hamar með 146 stig, íþf. Garpur
með 126,5 stig, Umf. Laugdæla með 103,5
stig, Umf. Hrunamanna með 100,3 stig og
Umf. Þór með 98 stig.
Af helstu afrekum má nefna að félagið
varð HSK-meistari í blaki unglinga, varð í
6. sæti í hraðmóti karla í körfu og í 6. sæti
í hraðmóti kvenna á Laugarvatni í október,
í 5. sæti í héraðsmóti kvenna í körfu og í 9.
sæti í bikarkeppni karla.
Stjórn Eyfellings skipa nú (frá aðal-
fundi 1996) Fannar Magnússon formaður,
Gunnar Bjarki Guðnason gjaldkeri, Ásta
Rut Ingimundardóttir ritari, Sigurgeir L.
Ingólfsson varaformaður (fráfarandi for-
maður) og meðstjórnendurnir Karl Víðir
Jónsson og Þorgeir Guðfinnsson.
Fannar Magnússon.
Ungmennafélagiö Framtíðin
Starfsemi hjá félaginu hefur nánast mannsson, Guðbrandur Pálsson og Guðni
engin verið á árinu 1995. Sama stjórn er og Þór Guðjónsson.
á árinu 1994, en hana skipa: Birkir Ár-
Ungmennafélagið Hekla á Rangárvöllum
Umf. Hekla var stofnað 12. júlí 1908 í
Reyðarvatnsréttum á Rangárvöllum.
Stofnfélagar voru 28. Félagar um áramót
'95-'96 voru 235. Á síðastliðnu sumri
flutti Fríður N. Gunnarsdóttir búferlum og
tók Guðmundur Omar Helgason við for-
mennsku í félaginu. Einnig tók Hrafn-
hildur Kristjánsdóttir sæti í stjórn.
Af verkefnum síðastliðins árs ber
eflaust hæst að vígður var glæsilegur
íþróttavöllur á Heilu þann 17. júní. Umf.
Hekla á 25% eignarhlut í vellinum. Rang-
æingamót utanhúss í frjálsum íþróttum var
haldið þar í ágústmánuði og vann Umf.
Hekla mótið í flokki 16 ára og yngri með
glæsibrag. Frjálsíþróttaþjálfari í sumar var
Kristín Gunnarsdóttir. Keppendur frá
félaginu kepptu einnig í frjálsum íþróttum
á mörgum mótum, m.a. HSK-mótum
innan- og utanhúss og var félagið í öðru
sæti á innanhússmóti HSK 14 ára og yngri
í febrúar.
-224-