Goðasteinn - 01.09.1996, Blaðsíða 110
Goðasteinn 1996
Eða var beinhólkurinn kannski ein-
faldlega verndargripur eins og krossinn
var hjá kristnum mönnum síðar? Hann
minnti eigandann á sköpunina, lífið og
dauðann, á sama hátt og krossinn.
5. Notagildið
Spurningunni um hvaða notagildi
hólkurinn hefur haft, eða í stuttu máli
hvað hann var, hefur enn ekki verið
svarað, að undanskilinni skýringu
Sigurðar Guðmundssonar málara, sem
var að hólkurinn hafi verið aftan á
axarskafti. I skýringu Sigurðar feist sú
skemmtilega andstaða að hinum megin
við járnið (öxina) var beinið, en beinið
skyldi enginn sjá. Sá sem sá öxina
(maður eða skepna) gat þá legið örend-
ur eftir? Er skýring Sigurðar ágæt svo
langt sem hún nær. Þá væri eins hægt
að benda á spjót, en spjót er algengasta
vopn í kumlum hér á landi. Einnig
kæmi hnífur vel til greina, en bein-
hólkar eru vel þekktir á þeim, sbr. hníf-
urinn sem fannst nýlega í kumli á
Jökuldal (munnleg heimild, Guðrún
Kristinsdóttir). Sama andstaða felst í
þessum skýringum.
Enginn annar hefur reynt að útskýra
notagildi hólksins. Vil ég þó freistast til
að koma með aðra skýringu, en hún er
sú að hólkurinn hafi verið einskonar
hirsla, t. d. undir eldfæri, þ.e.a.s. tinnu/
hrafntinnu. Hinir kónísku endar bein-
hólksins styðja þá hugmynd að einhver
tappi hafi verið settur fyrir báða endana
og myndað þannig hirslu. Sýnt er að
hólkinum hefur ekki verið smeygt upp
á axarskaft eða annað skaft, slíkt hefði
ekki leynt sér við smásjárathugunina.
Sömu skýringu tel ég geta átt við Ar-
neshólkinn, enda eru götin á honum
trúlegast til vitnis um það.
Þessari skýringu til stuðnings vil ég
benda á hirslur undir eldspýtur sem
algengar eru hjá Sömum, en þær eru úr
beini (eða horni) og á sitthvorum enda
hefur hirslunni verið lokað með tré-
tappa. Einnig voru þessir gripir al-
skreyttir samískum munstrum (Rácz
1964. Myndir nr. 150, 151 og 153).
Nálhús af svipuðu tagi eru einnig þekkt
á meðal Sama (Ibid. Mynd nr. 122).
I bókinni Gersemar og þarfaþing á
bls. 135 (Guðmundur Ólafsson 1994),
er mynd af tveimur eldspýtnabaukum,
sennilega frá aldamótum síðustu, eða
þar um bil. Sá til vinstri sýnir einmitt
tappa (lok) sem höfundur þessarar
greinar telur að hafi verið á Rangár-
hólkinum að ofanverðu. Að neðan
hefur verið svipaður útbúnaður þó sá
hafi ekki verið gerður eins og opnan-
legt lok.
6. Niðurstaða
Beinhólkurinn frá Rangá er úr upp-
blásnu kumli frá 11. öld og hefur senni-
lega verið verndargripur hins látna og
verið einhvers konar hirsla undir eld-
færi. Skrautverkið eða myndirnar eru í
almennum alþýðustíl og segja sögu,
sem á uppruna sinn að rekja allar götur
til bronsaldar, eða keltískra trúarhug-
mynda og þaðan af eldri. Sjálf hug-
myndin að hirslunni gæti verið komin
frá Norður-Noregi, þaðan höfum við
-108-