Goðasteinn - 01.09.1996, Blaðsíða 72
Goðasteinn 1996
Húsbóndi móður hennar vildi ekki
að neinn fengi hana, en hún hafði orðið
ástfangin, og þau höfðu hist í laumi.
Karítas var afsprengi ástar þeirra, en
þegar húsbóndinn komst að þessu, lét
hann senda föður Karítasar burt, og
enginn mátti svo nrikið sem nefna nafn
hans síðan.
Karítas fékk sem sagt aldrei að vita
hver faðir hennar var, því móðir hennar
lést þegar hún fæddi hana.
Örlög hennar urðu þó ekki eins og
margra annarra þrælsbarna, hún var
ekki borin út. Húsbóndinn, sem hafði
verið veikur fyrir móður hennar, gat
ekki neitað henni um hennar hinstu
bón, en það var að leyfa litlu stúlkunni
að lifa.
Karítas ólst upp án ástar, því það
var enginn á bænum sem skipti sér
neití af henni að ráði. Þegar hún var
orðin 9 ára dó gamli húsbóndinn. Kon-
an hans, sem alltaf hafði líkað illa við
Karítas, vegna hrifningar eiginmanns
síns á móður hennar, var fljót að nota
tækifærið og selja hana. Hún var keypt
af gömlum fátækum hjónum, sem voru
barnlaus, og fékk hún nú í fyrsta skipti
á ævinni notið ástúðlegrar athygli.
Auðvitað varð hún að vinna, en það
gerði hún með glöðu geði, því fyrir þau
vildi hún allt gera.
En þessum sælutíma lauk með
dauða gömlu konunnar og maðurinn
hennar sem gat ekki hugsað sér lífið án
hennar fylgdi í kjölfarið.
Þá kom maður að nafni Magnús til
sögunnar, hann hafði verið fjarskyldur
ættingi gamla mannsins, og var nú orð-
inn eigandi Karítasar. Hann tók hana að
sér og fór með hana heim í sveitina
sína, heim til konu sinnar Önnu og
barnanna þeirra tveggja, Tyrfings og
Klöru. Einnig voru á bænum tvær
gamlar konur sem hétu Agla og Sig-
ríður, en Sigríður var alltaf kölluð
Sirrý. Sirrý tók Karítas strax að sér, og
gekk henni eiginlega í móðurstað, en
Karítas varð henni eins og dóttir.
Andrúmsloftið á Minniborg, en það
hét bærinn, var þrúgandi.
Karítas, sem var næm á hlutina í
kringum sig, fann fyrir þessu með
auknum krafti, henni byrjaði að líða
illa og átti erfitt með svefn. Þá kom
umhyggja Sirrýjar gömlu til hjálpar,
henni leið ekki eins illa þegar Sirrý
kom og tók hana í fangið og umvafði
hana með sinni endalausu umhyggju.
Einhvern tíma spurði Sirrý hana,
hvaðan hún hefði fengið þetta óvenju-
lega nafn, Karítas, en það eina sem hún
vissi var komið frá slúðri tveggja
kvenna, en þær höfðu verið að furða
sig á því að skíra barn eftir foreldrum
sínum, með því að taka nöfnin í sundur.
Og þar sem Karítas vissi að móðir
hennar hafði heitið Aníta, gerði hún ráð
fyrir að faðir hennar hafði heitið eitt-
hvað með Kar . . . kannski Karl eða
Kjartan . . . En það var ráðgáta sem
aldrei yrði leyst.
Þegar hér er komið í sögunni, er
Karítas orðin 17 ára og búin að vera á
bænunr í tæp 3 ár.
Hún hafði blómstrað hjá gömlu
hjónunum sem höfðu átt auðvelt með
-70-