Goðasteinn - 01.09.1996, Blaðsíða 52
Goðasteinn 1996
fengið 14 daga frest til varnar en þegar
sá frestur var útrunninn biður Magnús
enn um frest og nú þar til í júlí, en var
synjað en fallist á að veita frest til 17.
maí 1897. Að hann fékk ekki frest fram
í júlí sárnaði honum, sem sjá má á bréfi
sem hann skrifar verjanda sínum Hann-
esi Thorsteinssyni. Þar segir ma:
„Ég var alveg hissa á að Gísli ís-
leifsson neitaði um frestinn, en þá kast-
aði tólfunum þegar Landsyfirréttur var
á sama máli, því ég hafði búist við að
eigi þætti ástæða til að auka sýslu-
manni kostnað við vörn fyrir embættis-
verk er gjört var að fyrirskipan amtsins.
En ég þykist vita að málið eigi á nrig
að falla.“
Einnig getur hann þess að honum
hafi verið bent á að fara varlega í að
selja Rauðsbakkabúið. I sama bréfi
getur Magnús þess að formgalli sé af
hans hálfu á uppboðsgjörðinni því að
fjárnám vantaði, því Jón hreppstjóri
hlýddi ekki skipun hans að framkvæma
fjárnámsgjörðina. Jafnframt bendir
Magnús Hannesi verjanda sínum á að
heimta að Kristjáni Jónssyni yrði vikið
úr sæti sem dómara og heimtaður setu-
dómari.
Gísli Isleifsson, sækjandi Margrétar,
heldur því fram í sókn sinni að Jóni
hreppstjóra Hjörleifssyni hafi verið vel
kunnugt um að Þorsteinn Jónsson var
aldrei talinn fyrir búinu á Rauðsbakka
eftir 1883. Gísli taldi gjafagerning
Margrétar og foreldra hennar vera aðal-
sönnun þess að Margrét hafi verið
réttur eigandi hinna kyrrsettu hluta,
sem síðar voru seldir, en ekki Þor-
steinn, faðir hennar.
Hannes Thorsteinson, verjandi
Magnúsar sýslumanns og félaga hans,
Þorvaldar og Jóns hreppstjóra, dró í efa
að gjafagerningur Margrétar og Þor-
steins hafi verið löglegur og hélt því
fram að Þorsteinn hefi verið talinn hús-
bóndinn á Rauðsbakka eftir 1883.
Einnig að amtið hafi staðið á bak við
uppboð Magnúsar sýslumanns 24.
ágúst 1896 og raunar hvatt til aðgerða
eins og eftirfarandi bréf amtsins til
Magnúsar gefur til kynna og lagt var
fram í Landsyfirrétti 5. apríl 1897.
„Það sem að sést af skýrslu hrepp-
stjórans sem ætlaði að halda uppboð að
menn hafi tekið sig saman um að bjóða
ekki í hlutina þegar þeir eru kallaðir
upp og að honum hafi verið fyrirboðið
að selja þá skal ég mælast til þess að
þér sjálfur haldið uppboðið og gefi
mönnum það til kynna í uppboðs
auglýsingunni að ef eigi hæfilegt boð
fáist þá skuli hin kyrrsettu hús, sem ég
einlægt geng út frá að eigi séu jarðhús,
rifin og viðirnir seldir annarstaðar og
að því leyti er snertir mótþróa þann
sem sýndur mun hafa verið hrepp-
stjóranum við nefnd tækifæri ber yður
að taka nánari skýrslu hans þar að
lútandi og síðan eftir atvikum hefja
réttarrannsókn til upplýsingar um
hverjir hafa fyrirboðið honum að selja
og hvort ekki muni liggja hér fyrir brot
gegn 99. gr. hegningarlaganna um hvað
gjört kynni í þessu tilliti; býst ég svo
við að meðtaka skýrslu yðar.
J. Havsten“
-50-