Goðasteinn - 01.09.1996, Blaðsíða 64
Goðasteinn 1996
gat þrengt að kvíslum þess og ísskar-
irnar orðið svo háar að erfitt reyndist
hestum upp að komast. Þá vildi mjög
oft myndast „grunnstyngulT4 og krapa-
stíflur, sem voru ferðamönnum hættu-
legar.
Einhvern tíma á þriðja áratugnum
líklega rétt fyrir 1930, ég man ekki svo
glöggt ártalið, gerðist sá atburður sem
nú verður sagt frá og er mér í fersku
minni þótt ég væri þá barn að aldri.
Aðstoðar leitað
Skammt var til jóla, nokkur snjór á
jörð, ekki þó svo að bagi væri að, því
veður var stillt en mikið frost, bruna-
gaddur, og hafði svo verið um nokkurn
tíma. Það var liðið á daginn en ekki svo
að birtu væri tekið að bregða. Faðir
minn var úti við gegningar, en kemur
inn og segir að hópur manna komi
ríðandi niður með Fljóti vestanverðu.
Augljóst sé að fólkið leiti eftir að
komast austur yfir, en finni ekki færa
leið. Skammt fyrir ofan Tjarnir sjáum
við að hópurinn stoppar, fólkið stígur
af baki en einn kemur ríðandi heim.
Þar var kominn Fárus Helgason ferða-
garpur og stórbóndi á Kirkjubæjar-
klaustri með hóp Skaftfellinga sem
hann var að sækja í Fljótshlíðina, en
þangað kom fólkið með áætlunarbíl frá
Reykjavík, var að koma heim í jóla-
leyfi. Fárus var annálaður ferðagarpur
og stundaði um þessar mundir nokkuð
að flytja fólk á hestum í veg fyrir bíla
sem þá komust orðið austur í Fljótshlíð
frá Reykjavík. Hann kvaðst hafa komið
austan daginn áður með fólk og gengið
allvel að koma því yfir við Seljalands-
múla, en nú hefði vatnið spillst svo að
alveg sýndist ófært. Myndast höfðu
krapastíflur og ísskarir og byltist vatnið
fram milli höfuðísa svo ekki sýndist
nokkurt vit að leggja í það með hóp af
fólki.
Fárus bað nú föður minn að koma
sér til aðstoðar ef þeim mætti takast
saman að koma fólkinu yfir, en faðir
minn var löngu kunnur fyrir dugnað
sinn og kunnáttu sem vatnamaður.
Það var föst venja föður míns að
hafa tvo eða þrjá trausta og duglega
vatnahesta skaflajárnaða á húseldi,
ávallt tilbúna ef á þyrfti að halda, en
auk þess var hann oft með unghesta í
tamningu bæði frá sjálfum sér og
öðrum.
Að þessu sinni voru á eldi við stall
tveir hestar, Frosti og Gráni. Frosti var
jarpur að lit, mikill stólpagripur, stór og
traustur. Gráni var heldur minni hestur,
grannur og spengilegur, harðviljugur
reiðhestur. Báðir voru þeir þaulvanir
vatnahestar. Faðir minn lagði nú
hnakkinn sinn á Frosta og annan hnakk
á Grána, sem hann ætlaði að nota til að
selflytja fólk yfir, ef honum sýndist það
vera á ótraustum hestum. Mikilvægt
var að hesturinn kynni að stökkva upp
á ísskörina með mann á baki þótt
vatnsdýpið væri máske hestinum á
miðjar síður. Þetta kunnu hestar föður
míns leikandi létt.
Vað fundið
Nú riðu þeir Fárus lengra niður með
fljótinu allt þar til skammt var til sjávar
-62