Goðasteinn - 01.09.1996, Blaðsíða 194
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Sveitarfélög
Landbúnaður
Tíðarfar var ágætt á árinu og heyfengur
var 20.856 m3, sem er nokkru minna en
árið áður eða 3.214 m3. Þá hafa gæði heyj-
anna verið mikið betri en á fyrra ári, því
heyskapartíð var mjög góð í júní.
Asetningur búfjár samkvæmt skýrslum
var sem hér segir:
Kýr 236, geldneyti og kvígur 207, kál-
far 118, ær 2.239, gemlingar 465, hrútar
59, hross 1.295, hænsni 14.805 og svín 91.
Þá var lagt niður síðasta loðdýrabúið í
hreppnum.
Nautpeningi hefur heldur fjölgað eða
um 62 gripi. Sauðfé hefur fækkað um 469,
en hrossum hefur fjölgað um 56 í Asa-
hreppi.
Stjórnun:
Sveitarstjórn skipa Jónas Jónsson, odd-
viti, Sigríður Sveinsdóttir, Sveinn Tyrf-
ingsson, Björn Guðjónsson og Þórhallur
Steinsson. Oddviti er oftast fulltrúi sveitar-
félagsins í öðrum stofnunum.
Byggingafulltrúi og formaður bygging-
arnet'ndar: Björn Guðjónsson, formaður
Atvinnumálanefndar: Guðmundur Gísla-
son og formaður Menningarmiðstöðv-
arinnar á Laugalandi: Sigríður Sveins-
dóttir.
Jónas Jónsson, oddviti.
Djúpárhreppur
í árslok voru íbúar Djúpárhrepps 238,
126 karlar og 112 konur þar af voru 40
börn á grunnskólaaldri og 25 yngri, 67 ára
og eldri voru 29. íbúum fækkaði um fjóra
frá fyrra ári.
Skólamál
Leikskóli hefur verið starfræktur í
hreppnum undanfarin ár og er opinn allan
daginn. Síðastliðið haust var hann færður
undir þak grunnskólans. Er þar stuðst við
norska fyrirmynd sem reynd hefur verið
lítillega hérlendis. Samstarf leikskóla og
grunnskóla hefur verið gott og eru vonir
bundnar við að í framtíðinni megi tengja
enn betur saman starfsemi skólanna.
Skólastjóri grunnskólans er Una
Sölvadóttir en Halldóra Gunnarsdóttir og
Pálína A. Lárusdóttir veita leikskólanum
forstöðu.
í grunnskólanum eru 22 nemendur í 1,-
7. bekk. Nemendur 8.-10. bekkjar sækja
skóla á Hellu ásamt 3 yngri nemendum af
bæjunr úr efri hluta hreppsins. Tveir
nemendur sækja skóla að Laugalandi í
Holta- og Landsveit. Vinnuskóli fyrir börn
og unglinga fædd 1980-1983 var starfrækt-
ur 4 tíma á dag í 7 vikur. Vann hann m.a.
að frágangi lóðar við skóla og snyrtingu á
umhverfi í hreppnum. Þetta er annað árið
sem vinnuskólinn starfar. Uinsjón með
skólanum hafði Pálmar Guðbrandsson.
Framkvæmdir
Átak var gert í framkvæmdum við
skóla. Arkitektarnir Gunnlaugur B.
Jónsson og Jón H. Björnsson voru ráðnir
til að skipuleggja svæðið í kringum skóla
og samkomuhús. Síðastliðið sumar var
unnið við 1. áfanga og hefur svæðið tekið
-192-