Goðasteinn - 01.09.1996, Blaðsíða 200
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Sóknir
hluta árs 1996. Umsjónarmaður verksins er
Magnús Tómasson. Grjóthleðslu önnuðust
Rútur Skæringsson og Andrés Pálmason.
Arkitekt er Hjörleifur Stefánsson, en bygg-
ingarmeistari Sveinn Sigurðsson í Hvols-
velli.
Við Stóra-Dalskirkju voru lagfærðar
steypuskemmdir, gangstétt og skjólbelti
löguð, lagður jarðstrengur milli kirkju og
kirkjugarðs, settur upp ljóskastari og
gluggar málaðir að utan.
Við Asólfsskálakirkju var anddyri
kirkjunnar flísalagt og unnið áfram að
framkvæmdum við stækkun og lagfæringu
á kirkjugarðinum.
Við Eyvindarhólakirkju voru engar
framkvæmdir, en stefnt er að því að setja
tvöfalt gler í glugga kirkjunnar.
Sóknarnefndir og starfsmenn kirknanna
í Holtsprestakalli 1995 voru:
Eyvindarhólasókn: Sóknarnefnd:
Vilborg Sigurjónsdóttir Hvassafelli for-
maður, Lilja Sigurgeirsdóttir og Ólöf
Bárðardóltir. Safnaðarfulltrúi: Kolbeinn
Gissurarson, meðhjálpari: Sigurgeir L.
Ingólfsson, organisti: Þorgerður Jóna
Guðmundsdóttir.
Asólfsskálasókn: Sóknarnefnd: Viðar
Bjarnason Ásólfsskála formaður, Guð-
laugur Einarsson og Guðmundur
Ragnarsson. Safnaðarfulltrúi og meðhjálp-
ari: Einar Sveinbjarnarson, organisti:
Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir.
Stóra-Dalssókn: Sóknarnefnd: Baldur
Björnsson Fitjarmýri formaður, Guðrún
Ingólfsdóttir og Kristján Mikkelsen.
Safnaðarfulltrúi: Rósa Aðalsteinsdóttir,
meðhjálpari: Sigrún E. Árnadóttir, organ-
isti: Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir.
Sóknarprestur er séra Halldór
Gunnarsson í Holti.
Bergþórshvolsprestakall
Akureyjarsókn
Árið 1995 bar hæst í safnaðarstarfi
Akureyjarkirkju vísitasía biskups Islands
herra Ólafs Skúlasonar og biskupsfrúar
Ebbu Sigurðardóttur á vísitasíuferð þeirra
um Rangárvallaprófastsdæmi sumarið
1995.
Vísitasían hófst með guðsþjónustu í
kirkjunni kl. 16 þar sem herra Ólafur
Skúlason prédikaði en sóknarpresturinn sr.
Páll Pálsson á Bergþórshvoli þjónaði fyrir
altari. Kirkjukór Kross- og Akureyjarsókna
söng undir stjórn Haraldar Júlíussonar
organista. Viðstödd vísitasíuna voru m.a.
prófastshjónin sr. Sváfnir Sveinbjarnarson
á Breiðabólsstað og kona hans frú
Ingibjörg Halldórsdóttir.
I lok guðsþjónustunnar fluttu sókn-
arprestur og prófastur ávörp til biskups-
hjóna og þökkuðu þeim komuna. Síðan
hófst fundur með sóknarnefnd og sókn-
arpresti í kirkjunni um kirkjustarfið í
Akureyjarsókn, kirkjuna, fjárhag og sókn-
armálefni almennt.
Að lokinni vísitasíu í Kross- og
Akureyjarkirkju buðu sóknarnefndir kirkn-
anna til sameiginlegs kvöldverðar í
félagsheimilinu Gunnarshólma. Þar fluttu
ávörp þeir Haraldur Júlíusson fyrir hönd
gestgjafanna og sr. Páll Pálsson og þökk-
uðu þeir biskupshjónunum komuna. Að
lokum flutti biskup ræðu og þakkarorð.
Á árinu barst Akureyjarkirkju fögur
minningargjöf um hjónin Sigurlínu Árna-
dóttur og Júlíus Bjarnason í Akurey, frá
börnum þeirra, tengdabörnum og barna-
börnum, sem er altariskross (róðukross) og
2 altarisstjakar.
Júlíus Bjarnason var fæddur í Efri-Ey
(Hól) í Meðallandi 5. júlí 1903 og flutti að
-198-