Goðasteinn - 01.09.1996, Blaðsíða 187
ANNALAR
Sveitarfélög
Goðasteinn 1996
nýjungum. Aðsókn að félagsmiðstöðinni
var góð.
Atvinnumál
Eins og fram hefur komið hefur at-
vinnuástand í hreppnum verið all gott.
Stærstu fyrirtækin eru sem fyrr Sláturfélag
Suðurlands og Kaupfélag Rangæinga.
Samdráttur í landbúnaði hefur vissulega
áhrif á þessi fyrirtæki og veldur það
nokkrum áhyggjum. Nokkuð hefur verið
um byggingar og endurbætur. Lands-
bankinn og Sýsluskrifstofan eru að byggja
við húsnæðið að Austurvegi 6. Nýtt
fyrirtæki hóf starfsemi sína á árinu en það
er Bókhalds- og skrifstofuþjónustan í eigu
Friðriks Inga Oskarssonar.
Landbúnaður
Búpeningur í hreppnum er eftirfarandi
samkv. forðagæsluskýrslum Búnaðarfélags
íslands: Kýr 153, kvígur 65, geldneyti
195, kálfar 120, hrútar 27, ær 889, lömb
193, hestar 281, hryssur 319, tryppi 326,
folöld 96, varphænur 6, gyltur 25, geltir 2,
grísir 200, minkar 555. Mjólkur-
framleiðsla er einungis stunduð á 6 býlum
í hreppnum.
Ferðamál
Áfram er unnið að uppbyggingu í
ferðaþjónustu. Hrepparnir í austurhluta
Rangárvallasýslu hafa tekið höndum
saman í ferðamálum. Byggðastofnun veitti
hreppunum styrk til átaksverkefnis í
ferðamálum, sem snýst um að merkja
sögustaði Njálu, skipuleggja ferðir á
Njáluslóðir og kynna þannig sögustaði
Njálu. Hjólreiðahátíð í umsjá Sælubúsins
var haldin á Hvolsvelli eins og undanfarin
3 ár. Hátíðin hefur verið fastur þáttur í
kynningarstarfi undanfarin ár.
Agúst Ingi Olafsson, sveitarstjóri
Rangárvallahreppur - Hella
Rangárvallahreppur er fjölmennasta
sveitarfélag í Rangárvallasýslu og kaup-
túnið Hella annar stærsti byggðakjarni sýs-
lunnar.
Samkvæmt manntali frá 1. desember
1995 voru íbúar sveitarfélagsins alls 780
þar af 378 konur og 402 karlar.
Býli í dreifbýli eu alls 34. Samkvæmt
forðagæsluskýrslum var búfé sett á haustið
1995 sem hér segir: Nautgripir voru 829,
þar af 403 kýr. Sauðfé var 4.562 samtals,
þar af 3.721 ær. Hross voru 1.744, þar af
904 fullorðin hross.
Segja verður að árið 1995 hafi verið
Rangvellingum bæði gott ár og gleðilegt
fyrir flestra hluta sakir. Árferði var gott og
lífsafkoma íbúanna bærileg. Heilsufar var
þokkalegt og menningarlíf með blónra.
Hér á eftir verður reynt að stikla á stóru
um helstu þætti sem svip settu á
Rangárvallahrepp á árinu 1995.
Umhverfísverðlaun
Á hverju ári veitir hreppsnefnd
Rangárvallahrepps verðlaun fyrir snyrti-
mennsku og góða umgengni til einstakl-
inga og fyrirtækja. Veitt eru verðlaun fyrir
íbúðarhús og lóð á Hellu, fyrirtæki og
umhverfi þess, sveitabýli og sumarbústað
með tilh. lóð. Sumarbústöðum hefur fjölg-
að mikið í Rangárvallahreppi síðustu ár.
Umgengni almennt er víða til fyrirmyndar
í hreppnum. Eftirtaldir hlutu verðlaun á
árinu 1995:
-185-