Víðförli - 01.03.1947, Blaðsíða 62
60
VÍÐFÖRLl
seinni erindaflokkurinn nefnist: Kristinn
átrúnaður. Eg ætla ekki að gera tilraun
til að rekja efni þessara fyrirlestra hér,
en ég ætla að gera þá játningu, að ég
hef lesið þessa litlu bók (hún er 85
blaðsíður) nokkrum sinnum mér til ó-
blandinnar ánægju og verulegs gagns.
Eg taldi það því skyldu mína að vekja
athygli á henni, já, ég hvet alla ein-
dregið til að lesa þessa bók. Hún knýr
hugsandi menn til að hugsa án íblönd-
unar óskhyggjunnar, og hugsunarlitlir
vakna, já geta vel hrokkið upp til um-
liugsunar við þann lestur.
Og hún er spennandi eins og glíma.
Höfundurinn tekst á við efni sitt og
horfist ótrauður í augu við staðreyndir,
og áður en varir er lesandinn farinn að
taka á með, hjá átökum kemst hann
ekki. Margur nútímamaðurinn kvartar
undan því, að um siðfræðileg og trú-
fræðileg efni sé að jafnaði rætt og rit-
að þannig, að allt sveipist líkt og þoku
eða svífi í lausu lofti. Þeir, sem kvarta
undan því, ættu að lesa þessa bók. Þar
er beitt egginni og aldrei bakkanum,
hugsunin er ekki óskhvggja. þar er beitt
rökum en ekki vangaveltum, hrein-
skilni en ekki Jiræsni, stílfjöri en ekki
loðmollu og langlokuhætti. A bls. 15
stendur: „Eg er ekki að prédika, og
hamingjan veit, að ég þykist ekki vera
betri en neinn annar. Eg er aðeins að
vekja athygli á staðrevnd“.
Þessi setning er táknræn fyrir inni-
hald bókarinnar. Höf. vinnur strax til-
trú lesenda, af því að þeir finna, að
ræða hans er ekki menguð neinni ó-
lund eða ertandi aðfinningasemi. Þeir
finna, að hann skýrskotar til einbeittr-
ar hugsunar og sannleiksástar, og krefst
uppgjörs hlutanna, jafnt af sjálfum sér
og öðrum. Hann er „að vekja athvgli
á staðrevnd“, og það gerir hann oft
svo svikalaust, en jafnframt krókalaust
og drengilega, að staðreyndirnar króa
lesandann inni, og hann verður annað
hvort að hrökkva eða stökkva. Sbr. t. d.
röksemdafærsluna á bls. 70, er höf. sýn-
ir fram á, hve vitahaldlaust og heimsku-
lega fráleitt ]>að er, að viðurkenna ann-
ars vegar fúslega, að Jesús hafi verið
mikill kennari í siðfræði og siðgæði, eins
og margir gera, en neita hins vegar
að fallast á kröfu hans að vera talinn
guð. Því að hvernig Aræri unnt að telja
þann mann mikinn kennara í siðgæði.
sem segist vera guð en væri það ekki?
Hann væri miklu fremur brjálaður eða
sjálfur uppreisnarseggurinn satan, því
að ekki verður gengið fram hjá hinum
mörgu og ótvíræðu ummælum Jesú í
þá átt, að liann sé Guðs opinberun,
að hann og faðirinn séu eitt.
Það má með nokkrum rétti segja, að
Islendingum sé tamari sú leið, að skilja
til að trúa en trúa til að skilja. Því er
ég ekki í neinum vafa um ])að, að þessi
bók finnur leiðina til margra hér á
landi, sem vilja í einlægni kryfja al-
vörumál lífsins til mergjar, en orðið
alvörumál þarf ekki að fæla neinn frá,
alvörumál er einmitt spennandi þegar
þau eru tekin alvarlega og hræsnis-
laust til yfirvegunar, og það gerir Lewis
prófessor hér á mjög persónulegan og
minnisstæðan liátt. Fleiri bækur hans
munu væntanlegar á íslenzku innan
skamms, og það er vel. Andrés Björns-
son íslenzkaði Rétt og rangt, þýðingin
er mjög góð, enda er Andrés mikill
kunnáttumaður og vandvirkur á ís-
lenzkt mál.
Emil Björnsson.