Víðförli - 01.03.1947, Blaðsíða 12
Sigurbjörn Einctrsson:
7 'rú og verk
að kenningu Lúthers
1.
Mikils misskilnings yerður oftlega vart um afstöðu lútherskr-
ar kenningar og kirkju til góðrar breytni eða góðverka. Menn
hafa einhvern pata af því, að Lúther og siðbótarmennirnir hafi
lagt megináherzlu á trúna, að hún væri leiðin til hjálpræðis, að
maðurinn frelsaðist fyrir trúna af náð. Af því draga menn þá
ályktun, að breytnin skipti litlu eða jafnvel engu, a. m. k. sé
engin áherzla á hana lögð. Stundum heyrist því haldið fram, að
kennifeður vor íslendinga á lútherska rétttrúnaðartímanum, svo
sem Hallgrímur og Vídalín, hafi vikið í þessu frá anda og kenn-
ingu kirkju sinnar. Báðir kveða ríkt á um breytnina. Báðir
sveifla svipu lögmálsins án manngreinarálits, hirta lesti, vara við
afleiðingum illgjörða, brýna fyrir mönnum að líkja eftir Kristi,
ástunda dyggðugt líferni, þjóna náunganum. Menn hafa helzt
tilhneigingu ti! að skýra þetta dularfulla fyrirbæri þannig, að
hér sé um að ræða einhver ólúthersk áhrif, kaþólsk eða kalvínsk,
eða þá, að andi íslendingsins hafi farið sínar eigin leiðir, hollari
en lútherski rétttrúnaðurinn yfirleitt.
Hvað er um þetta að segja? Er það rétt, að verk manna varði
engu samkvæmt lútherskri kenningu?
Ekki ættu menn að þurfa umfangsmikla rannsókn til þess að
fá úr þessu skorið. Fátt er raunar til á íslenzku eftir Lúther,
furðulega lítið. En eitt rit hans er þó til á voru máli, og það hefur
til skamms tíma verið í höndum hvers barns og flestir hafa
lært, það utan bókar fram á vora daga. Eg á við Fræðin minni,
barnalærdóm Lúthers. Þar er útlegging á tíu Guðs boðorðum.
Uppistaða þeirrar útleggingar er allsstaðar hin sama, bent á.