Víðförli - 01.03.1947, Blaðsíða 18
10
VIÐFORLI
umbun, þá myndu þeir samt þjóna Guði, vegna þess að þeir
elska hann“.
Þetta mætti verða til nokkurs skilningsauka á kenningu Lút-
hers um trú og verk. Siðfræð'i rómversku kirkjunnar mótaðist af
sjálfhverfu streði við að bjarga sjálfum sér inn í himininn. En
höfundur kristinnar trúar sagði: Hver, sem vill bjarga lífi
sínu, skal týna því. Fáir hafa betur skilið, hvað í þessum orðum
felst, en Lúther. Og þetta bendir til þess, hve djúpt þeir sáu
báðir, Páll og hann, þegar þeir héldu því fram, að lögmál og
lögmálsverk geti engan mann frelsað.
Hvað er lögmálið? Boð og bönn. Hvatning þess er annars
vegar óttinn við hegningu, hins vegar von um laun. Hvort
tveggja skýrskotar til sjálfselskunnar. Lögmálsbundin trú-
rækni verður óhjákvæmilega sjálfhverf (egocentrísk). Sá vilji,
sem er vakiun og hvattur af ótta við hegningu, er þrælslundaður,
kúgaður, sá, sem lokkast af von um laun, er keyptur, hræsnin
eintóm. Verk, sem sprottin eru af slíkum hvötum, eru ekki góð
í þeim skilningi, að þau gildi fyrir Guði, þau eru ekki hjálpsam-
leg fyrir sál þess manns, sem vinnur þau, þótt þau kunni að hafa
sína þýðingu í samlífi mannanna. „Þú skalt ekki morð fremja“.
Guð vill, að þessu boði sé hlýtt, vill heldur að menn séu neyddir
til að hlýða því, en að menn fari um þetta að fýst sinni. Sama
máli gegnir um hvert ákvæði Guðs laga. Það hefur sína stór-
kostlegu þýðingu fyrir samlíf mannanna, hvort þau eru haldin í
hefð og gildi eða ekki, og Guð er enganveginn hlutlaus um það.
En hlýðni við þau, sem sprottin er af ótta við refsivönd, jarð-
neskan eða himneskan, eða von um ávinning, borgaralegan
eða guðdómlegan, er aðeins ábatavænleg verzlun, gjöf, sem sér
til gjalda. Skyldi slíkt geta gert mann helgan í Guðs augum og
honum þóknanlegan?
3.
Rómverska kirkjan sagði: Þú verður að vinna góðverk til
þess að geta orðið sæll og hólpinn. Lúther sneri þessu við og
sagði: Þú verður að vera sæll og hólpinn til þess að geta unnið