Víðförli - 01.03.1947, Blaðsíða 66
VÍÐFÖRLI
64
Vér heyrum oft nefnda nýguðfræði
h'ér á landi. Með því er átt við það,
sem á útlendum málum heitir „liberal“
guðfræði eða „liberahsmus“. Þar er
nánast um að ræða trúarskilning og
guðfræðiviðhorf, sem mest létu til sín
taka kringum aldamótin síðustu. Síðan
hefur mikið vatn til sjávar runnið og
miklu verið afkastað í guðfræði. Bæði
í biblíu-rannsóknum og á öðrum svið-
um guðfræðinnar hafa viðhorf gjör-
breytzt á liðnum árum. Þessir vindar
hafa nær gjörsamlega farið fram hjá
lslandi. Vér erum orðnir a. m. k. aldar-
fjórðungi á eftir tímanum. Islenzk guð-
fræði hefur staðnað í viðhorfum liðins
tíma. Hér hefur lítið A erið gert til þess
að kynna það, sem unnið hefur verið
á sviði guðfræðilegra vísinda í umheim-
inum. I þessu efni er mikill munur á
næstliðnum árum og fyrri árum aldar-
innar. Þarf ekki annað en bera saman
t. d. ..Verði ljós“ fyrrum og „Kirkju-
ritið“ nú. íslenzk kristni hefur ein-
angrazt. Þess vegna er hægt að halda
hér fram sem fræðilegum nýungum
Stefnum, afstöðu og úrlausnum, sem bú-
ið er að afgreiða á málþingi alþjóða-
vísinda, strika út af dagskrá og vísa
vfir í forðabúr lærdómssögunnar. I
])essu tilliti er verulegur munur á sam-
tíðinni og þeim tímum, ])egar Haraldur
Nielsson og Jón Helgason stóðu upp á
sitt bezta. Þar var þó um að ræða
kynningu, útsýn og viðhorf, sem voru
tímabær í þeim skilningi, að þetta voru
lifandi viðfangsefni samtíðarinnar.
Því vantar oss nú nýja guðfræði, þ.
e. nánari tengsl við lífræn sjónarmið á
vettvangi guðfræðinnar, meiri kynni af
því, hvernig mál standa í raun og veru
með alkvæðamönnum þessara fræða,
meiri og nytsamlegri umræður um guð-
fræði í vorn hóp. Það er eitt af meg-
inskilyrðum þess, að kirkjunni heilsisl
sæmilega á komandi árum.
Frumvarp er fram komið á Alþingi um veitingu prestakalla, þar sem gert
er ráð fyrir, að ])restskosningar falli niður. Þær hafa ekki gefizt vel. En við
endurskoðun laga ber ekki aðeins að líta á ágalla þeirra í framkvæmd, heldur og
á tilgang þeirra Markmið gildandi laga um veitingu prestakalla er auðsýnilega sá
að tryggja söfriuðum landsins mikilvæg réttindi, sem helgast af rótgróinni venju.
Það er gamall og gróinn siður í landi hér að leita atkvæðis sóknarmanna, þegar
veita skal prestakall, og skv. gildandi lögum hafa þeir það mál í hendi sér, ekki
veitingarvaldið. Það getur ekki verið söfnuðum landsins kappsmál að láta þessi
réttindi af hendi skilyrðislaust og Alþingi getur ekki farið fram á slíkt, ef það
vill ráða bætur á gölluðu fyrirkomulagi, án þess það hafi í för með sér skerð-
ingu hefðbundinna og mikilvægra réttinda. Ætla má, að þessi ágalli téðs frvs.
fáist leiðréttur, því að áreiðanlega er það flutt af góðum hug í garð kirkjunnar.
Urræðin til slíkrar leiðréttingar eru þau, að leita atkvæðis sóknarnefnda og
héraðsprófasts, auk biskups. og láti þessir aðilar allir ráðherra í té rökstutt álit um
það, hverjum veita skuli embættið, og skyldi ráðherra veita embættið skv. því
áliti, ef í einn stað kemur, annars hafa úrskurðarvald. Með þessu fyrirkomu-
lagi heldur kirkjan þeim réttindum gagnvart veitingarvaldinu, sem gildandi lög
veita henni, en losnar jafnframt við ágalla hinna almennu kosninga.