Víðförli - 01.03.1947, Blaðsíða 58

Víðförli - 01.03.1947, Blaðsíða 58
Bækur r ) )______) Regin Prenter: SPIRITUS CREATOR. Studier i Lut- hers Theologi. Köbenhavu 1944. Þetta er doktorsritgerð, varin við Hafnarháskóla í des. 1944. Eins og tit- illinn ber með sér er viðfangsefnið guð- fræði Lúthers og aðaláherzlan lögð á að rannsaka kenningar lians um Heil- iigan Anda. Höf. kannar þarna ný lönd. Svo mjög sem guðfræðingar hafa unnið að rannsóknum á ritum Lúthers hina síðari áratugi, þá hafa þessu atr- iði ekki verið gerð nein veruleg skil fyrr. Bók R. Ottos ,,Die Anschauung v. heil. Geiste bei Luther“, er orðin gömul ■og úrelt og mun auk þess ekki kryfja málið til mergjar. Það virðist ljóst, þegar þetta um- fangsmikla og ýtarlega verk R. Prent- ers Iiggur fyrir, að hér hefur hingað til verið gengið fram hjá mikilvægu rann- sóknarefni og meginþætti í guðfræði Lúthers. Þetta mikla vísindarit er í senn söguleg rannsókn og samstæðileg. Evk- ur það gildi bókarinnar stórum. Plöf. lætur sér ekki nægja að rekja kenningar Lúthers lið fyrir lið skv. heimildunum. Hann ræðir þær frá dogmusögul. sjón- armiðum og spyr ekki einungis: Hvað kenndi Lúther? heldur: Plvers vegna kenndi hann svo? Og höf. einskorðar sig ekki við stefnur liðinna alda, liann ræð- ir einnig sjónarmið Lúthers í saman- burði við stefnur, sem gætir á vorum dögum. Þannig er brugðið birtu yfir viðfangsefni nútíma guðfræði, bent á veilur hinna ýmsu viðhorfa frá lút- hersku sjónarmiði séð. Þess er enginn kostur að rekja efni slíkrar bókar í fáum línum, svo að gagni komi. Aðeins skal vikið örfáum orðum að hugtakinu conformitas Christi, sammyndun Krists, eins og höf. ræðir það, og þó stildað á stóru. Conformitas Christi er ekki árangur af imitatio Christi (eftirlíkingu Krists), heldur verk Guðs, sem umskapar manninn fyrir Ileilagan Anda. Imitatio- guðræknin lítur á Krist sem hugsjón, er maðurinn skuli gera að veruleika. Hitt er conformitas, þegar Kristur er lifandi nærverandi raunveruleiki, sem mótar manninn eftir líking sinni. Þessi raunverulega nálægð hins lifandi Krists er verk Heilags Anda, Guðs gjöf, ekki verk mannsviljans. Svo náið og virki- legt er sambandið milli Krists og þess, er trúir á liann, að þeir eru orðnir eitt: Réttlæti Krists er tileinkað þeim, sem trúir, og synd hans aftur tileinkuð Kristi. Sigur Krists er sigur vor, ef vér erum honum „konform“, bæði í lífi og dauða. Ilugtakið conformitas Christi mótar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.