Víðförli - 01.03.1947, Blaðsíða 47

Víðförli - 01.03.1947, Blaðsíða 47
UM MESSUNA 45 geta þess til, að hér sé pápiskur hugsanaferill hjá biskupi, gerir sá honum rangt til. Ilann átti nóga óvægni, karlmennsku og völd til að varpa öllu því vægðarlaust fyrir borð, sem hann vissi vera óhreinan lærdóm. Markmið hans, eins og annarra siða- skiptamanna, var að hreinsa kenninguna og siðina af öllu því, sem þeir töldu í ósamræmi við guðspjallega kenningu, cn þeir héldu dauðahaldi í hinn kristna arf. Marteinn Lúther lagði höfuðáherzlu á, að Guðs orð væri boðað „hreint og ómengað“ og „sakramentin höfð réttilega um hönd samkvæmt boði Drottins“. Það er því i samræmi við þessa meginreglu, þegar Lúther ákvað að halda öllu því í messunni, sem „hreint“ var. Nú er það svo, að hin rómverska messa er i enn ríkara mæli saman sett úr Guðs orði en hin lútherska, eftir að sálmasöngurinn varð svo ákaflega rúmfrekur í henni sem nú er orðið. Þessvegna varð munurinn á innihaldi messunnar ó- trúlega lítill. Nokkrar bænir i sambandi við altarissakramentið voru felldar niður, sumir textar messunnar voru rímaðir, sem ekki höfðu verið það áður, og ytri siðum mikið breytt, einkum þegar álitið var, að þeir styddu hjátrú eða misskilning á hin- um heilögu hlutum. Altarissakramentið var eftir sem áður höf- uðatriði messunnar og lífsspursmál. Hins vegar var ágreining- ur mikill um skilninginn á messunni (kenninguna), hversu skilja bæri þá Guðs gjöf, sem þar veitist. En að það væri hin æðsta andlega næring, var öldungis enginn ágreiningur um. Þetta kemur og berlega fram í kenningum feðra vorra allt fram til þessa og skal þar aðeins bent á hið alkunna vers Hall- gríms Péturssonar, er hann segir: Heyri eg um þig, minn herra, rætt í hjálpræðisorði þínu, allt sýnist mér þá búið og bætt bölið í hjarta mínu. í sakramentinu sé ég þig svo senr í líking skærri með náð mér nærri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.