Víðförli - 01.03.1947, Blaðsíða 50
48
YIÐFORLI
þeir hafi þann sið að koma saman á ákveðnum degi fyrir sól-
arupprás og syngja Kristi lofsöngva sem Guði. Síðan komi þeir
saman að deginum til að neyta saklausrar máltíðar. Hér virðist.
talað um óttusöng að morgninum og messu að deginum.
Þriðji vitnisburður um {)etta mál er í riti, sem kallast „Kenn-
ing hinna tólf postula“. Það er talið ritað einhverntíma á tíma-
bilinu frá 120 til 160 e. Kr. Þar segir í 14. kafla: „Komið saman
á drottinsdegi, brjótið brauðið og haldið kvöldmáltíð, eftir að
hafa játað yfirtroðslur yðar, svo að fórnin megi hrein vera“.
Hér kemur fram, að messan hefur verið haldin á drottinsdegi
að undangengnum skriftum. I 15. kafla sama rits segir: „En
framkvæmið bænir yðar og ölmusur og öll yðar verk eins og
þér finnið í guðspjalli Drottins“. Auk þessa eru í ritinu bænir,
sem lesr.ar voru yfir brauðinu og víninu og þakkarbæn eftir
sakramentið.
Fjórði vitnisburður er eftir Ignatius frá Antiokkiu 'líkl. fyrir
árið 117. Hann leggur áherzlu á nauðsyn þess að meðtaka
kvöldmáltíðarsakramentið og á bæniua.
Fimmti vitnisburður er frá Jústínusi píslarvotti um árið 140.
Hann ritar trúvarnarrit, sem ætlað var heiðnum lesanda. Segir
hann þar frá guðsdýrkun kristinna manna, án þess þó að s'krá
orðalag athafnanna, eins og hún tíðkaðist í Róm á þeim tíma.
Getur hann bæði um óttusönginn og messuna. I messunni telur
hann þessa liði: 1. Ritningarlestur, minningar postulanna eða
rit spámannanna, 2. prédikun biskups eða prests, 3. almenn
bæn, 4. friðarkoss, 5. djákni ber fram fyrir prestinn brauð,
vín og vatn, 6. þakkarbæn biskups, 7. helgunin, 8. bæn, 0. fólkið
anzar: Amen, 10. útdeiling, 11. fórnargjafir, sem fram fóru ein-
hverntíma í messunni. Hann segir og, að messan fari fram á
sunnudegi, „af því að á honum skapaði Guð heiminn og á hon-
um reis frelsari vor upp frá dauðum“.
Tvennar gagnmerkar heimildir eru enn frá síðasta hluta
þessarar aldar og fyrri hluta þeirrar þriðju. Höfundar þeirra
eru biskuparnir Tertullianus og Cyprianus. Gefa þeir ýmsar