Víðförli - 01.03.1947, Blaðsíða 5
HORFT ÍIT í HEIM
O
O
því meira metin sem lengra líður frá. Þeir flekkir, sem svikulir
kirkjumenn þýzkir hafa sett á skjöld kirkjunnar með tiHæti
við nazismann, eru dapurleg víti til varnaðar, en megna ekki
að hylja heiður þeirra, sem héldu uppi rnerki kristinnar játn-
ingar og létu ekkert gengi nazískra vopna, hvorki innan Þýzka-
lands né utan, hilla frá sér trúnaðinn við Biblíuna og grund-
völl kirkjunnar. Öll styrjaldarárin háði hinn vakandi hluti
þýzku kirkjunnar baráttuna við heiðið siðleysi, oflæti og kúgun
stjómarvaldanna. Dæmi um hug þeirra og dirfsku eru ummæli
biskupsins í Wúrtemberg, dr. Wurrns, er hann flutti í heyranda
hljóði á fyrri árum stríðsins, þegar þýzki herinn var enn sigur-
sælasti her sögunnar. Hann sagði: „Vér vinnum ekki þetta
stríð, og vér eigum heldur ekki skilið að vinna það". Og enn
sagði sami maður: „Víst vildi ég geta hvatt menn til þess að
treysta þjóðarforystunni. En mér er það ekki mögulegt. Stað-
reyndirnar gera það ómögulegt. Alit hið æðsta og dýrmætasta,
sem Guð hefur trúað þýzku þjóðinni fyrir, er troðið í svað'ið".
Jlómvers'ka kirkjan. í þessari baráttu sneru evangelískir
menn og rómverskir bökum saman í Þýzkalandi. Alkunn um
allan heim er einurð og óbilgirni rómverskra manna slíkra sem
Faulhabers kardínála í Alúnchen og von Galens biskups í
Múnster. Rómverska kirkjan í Þýzkalandi hefur staðið fast og
ötullega gegn nazismanum og páfinn hefur berlega stutt hana
til þess, svo sem sjá má t. d. af bréfi hans til biskupa sinna þar
í landi 1937, einu merkasta skilríki, sem nokkurn tíma hefur
frá páfastólnum komið.
Söm var afstaða rómv. kirkjunnar í Niðurlöndum og Póllandi.
Þar var hún í fylkingarbrjósti andstöðunnar gegn kúgun og
harðstjórn innrásarliðsins. Það er athyglisvert, að hún gekk
sumsstaðar til víðtækrar og náinnar samvinnu við evangelísk
kirkjufélög, einkum í Hollandi. Þar stóðu allar kirkjudeildir
að og undirskrifuðu sameiginlega yfirlýsingu, og hefði slíkt ein-
hverntíma þótt fyrirsögn þar í landi, a. m. k. á dögum her-
togans af Alba!