Víðförli - 01.03.1947, Page 47

Víðförli - 01.03.1947, Page 47
UM MESSUNA 45 geta þess til, að hér sé pápiskur hugsanaferill hjá biskupi, gerir sá honum rangt til. Ilann átti nóga óvægni, karlmennsku og völd til að varpa öllu því vægðarlaust fyrir borð, sem hann vissi vera óhreinan lærdóm. Markmið hans, eins og annarra siða- skiptamanna, var að hreinsa kenninguna og siðina af öllu því, sem þeir töldu í ósamræmi við guðspjallega kenningu, cn þeir héldu dauðahaldi í hinn kristna arf. Marteinn Lúther lagði höfuðáherzlu á, að Guðs orð væri boðað „hreint og ómengað“ og „sakramentin höfð réttilega um hönd samkvæmt boði Drottins“. Það er því i samræmi við þessa meginreglu, þegar Lúther ákvað að halda öllu því í messunni, sem „hreint“ var. Nú er það svo, að hin rómverska messa er i enn ríkara mæli saman sett úr Guðs orði en hin lútherska, eftir að sálmasöngurinn varð svo ákaflega rúmfrekur í henni sem nú er orðið. Þessvegna varð munurinn á innihaldi messunnar ó- trúlega lítill. Nokkrar bænir i sambandi við altarissakramentið voru felldar niður, sumir textar messunnar voru rímaðir, sem ekki höfðu verið það áður, og ytri siðum mikið breytt, einkum þegar álitið var, að þeir styddu hjátrú eða misskilning á hin- um heilögu hlutum. Altarissakramentið var eftir sem áður höf- uðatriði messunnar og lífsspursmál. Hins vegar var ágreining- ur mikill um skilninginn á messunni (kenninguna), hversu skilja bæri þá Guðs gjöf, sem þar veitist. En að það væri hin æðsta andlega næring, var öldungis enginn ágreiningur um. Þetta kemur og berlega fram í kenningum feðra vorra allt fram til þessa og skal þar aðeins bent á hið alkunna vers Hall- gríms Péturssonar, er hann segir: Heyri eg um þig, minn herra, rætt í hjálpræðisorði þínu, allt sýnist mér þá búið og bætt bölið í hjarta mínu. í sakramentinu sé ég þig svo senr í líking skærri með náð mér nærri.

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.