Víðförli - 01.03.1947, Qupperneq 12

Víðförli - 01.03.1947, Qupperneq 12
Sigurbjörn Einctrsson: 7 'rú og verk að kenningu Lúthers 1. Mikils misskilnings yerður oftlega vart um afstöðu lútherskr- ar kenningar og kirkju til góðrar breytni eða góðverka. Menn hafa einhvern pata af því, að Lúther og siðbótarmennirnir hafi lagt megináherzlu á trúna, að hún væri leiðin til hjálpræðis, að maðurinn frelsaðist fyrir trúna af náð. Af því draga menn þá ályktun, að breytnin skipti litlu eða jafnvel engu, a. m. k. sé engin áherzla á hana lögð. Stundum heyrist því haldið fram, að kennifeður vor íslendinga á lútherska rétttrúnaðartímanum, svo sem Hallgrímur og Vídalín, hafi vikið í þessu frá anda og kenn- ingu kirkju sinnar. Báðir kveða ríkt á um breytnina. Báðir sveifla svipu lögmálsins án manngreinarálits, hirta lesti, vara við afleiðingum illgjörða, brýna fyrir mönnum að líkja eftir Kristi, ástunda dyggðugt líferni, þjóna náunganum. Menn hafa helzt tilhneigingu ti! að skýra þetta dularfulla fyrirbæri þannig, að hér sé um að ræða einhver ólúthersk áhrif, kaþólsk eða kalvínsk, eða þá, að andi íslendingsins hafi farið sínar eigin leiðir, hollari en lútherski rétttrúnaðurinn yfirleitt. Hvað er um þetta að segja? Er það rétt, að verk manna varði engu samkvæmt lútherskri kenningu? Ekki ættu menn að þurfa umfangsmikla rannsókn til þess að fá úr þessu skorið. Fátt er raunar til á íslenzku eftir Lúther, furðulega lítið. En eitt rit hans er þó til á voru máli, og það hefur til skamms tíma verið í höndum hvers barns og flestir hafa lært, það utan bókar fram á vora daga. Eg á við Fræðin minni, barnalærdóm Lúthers. Þar er útlegging á tíu Guðs boðorðum. Uppistaða þeirrar útleggingar er allsstaðar hin sama, bent á.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.