Víðförli - 01.09.1947, Blaðsíða 17

Víðförli - 01.09.1947, Blaðsíða 17
ÞJÓÐKIRKJA ÍSLANDS 143 viðurkennt anda eða bókstaf þessara rita. Ef „and.i“ vorrar kirkju er ekki lengur sá, sem )>ar er tjáður, þá getur hann alveg eins verið sá, sem birtist í kaþólskum játningum gagnsiðbótar- innar. Ef engin skuldbinding fekt í vígsluheitinu gagnvart grundvallandi heimildum um evangelísk-lúthersk sjónarmið, er þá ekki rómverskur skilningur á embætti, sakramentum, verk- um, guðsafstöðu o. s. frv. eins í „anda“ vorrar kirkju og hver annar? Eða væri máske heimilt og frjálst að boða augljósa páp- ísku í þjóðkirju lslands? Evangelísk-lúthersk kirkja styðst ekki aðeins við þessi leið- eögurit um anda og markmið siðbótarinnar, þau, er marka sér- stöðu hennar. Hún byggir og á þrem almennum játningum allr- ar kristni: Postullegu trúarjátningunni, „Nikeu“-játningunni og s. n. Aþanasiusar-játningu. Þetta eru játningar kirkjunnar í heild í öllum hennar deild- um (einkum þó tvær þær fyrstu). Þeir, sem kynnu að vilja leggja ailar játningar fyrir óðal, væru m. ö. o. að segja sig úr lögum við kristna kirkju yfirleitt. Þessar almennu játningar hafa ekki praktíska þýðingu í lífi íslenzku kirkjunnar, nema postullega trúarjátningin, sem flutt skal við s'kírn og fermingu, þótt einstöku prestar muni hafa brugðið út af því. Nikeu-játningin, sem svo er nefnd, er í raun réttri messu-játn- ing vorrar kirkju, álíka forn og postullega játningin og samstæða hennar í öllum atriðum, að kjarnanum tii hin ævaforna skírnar- játning safnaðarins í .Jerúsalem, en aukin mikilvægum yfir- lýsingum hins merkasta almenna kirkjuþings sögunnar, Nikeu- þingsins. Þessi játning er að formi til hið dýrlegasta verk og geldur kirkjan enn Leirár-skolvatnsins í því, að íslenzk messa sku'li vera rúin þessu djásni. „Aþanasiusar“-játningin, — hún er ekki eftir Aþanasius eða að neinu leyti frá honum runnin, — hefur engan veginn þann sess í almennri vitund kirkjunnar sem hinar tvær, enda talsvert ólík þeim að blæ. IJún komst til vegs sem sálmur fremur en játning. Hún hefur ekki verið viðurkennd af Austurkirkjunni, þótt þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.