Víðförli - 01.09.1947, Side 29

Víðförli - 01.09.1947, Side 29
HVA-Ð ER MAÐURINN? 155 hefur tekið, trú, sem hann hefui' öðlazt. í því efni hefur trú- maðurinn og efasemdamaðurinn eða afneitarinn sömu að- stöðu, enginn getur freir.ur en annar skírskotað til vísinda eða raunþekkingar, til þess hrökkva hlutlægar, almennar reynslustaðreyndir langt of skammt. „Eg reyndi jafnvel líka að ráða gátu mannsins, þótt tor- veld sé og tvíræð . ..“, segir Chr. Winther. Hver er þessi dularfulla vera, sem hel'ur lagt jörðina að fótum sér, spann- ar geiminn með hugsun sinni, telur vetrarbrautirnar og veg- ur sólirnar, en verður að fávita við lítilvæga sprettu á heil- ann? Polla ta deina, anþropou d’ouden deinoteron, söng kórinn í leikriti Sofoldess, Antigone, 4. öldum f. Kr. Grímur Thomsen þýðir: „Margt er undrið, manneskjunni meira finnst ei neitt“. Svo var kveðið þá suður í Aþenu, þótt engar flugvélar væru til og ekkert útvarp. Grímur þýðir rétt, svo sem vænta má, en eins og orðin hljóða á grískunni mætti þó þýða öðruvísi: Margur voði er til, en enginn slík- ur sem maðurinn. Eða: Mörg er vá, en manneskjunni meiri finnst ei nein. Sú merking mundi máske sönnu nær á tíma kjarnorkunnar. Svo mikið er víst, að manninum stendur nú meiri ógn af sjálfum sér en nokkurri annari lífveru jarðar, að bakteríum meðtöldum. Ég tek nýlega útkomna bók mér í hönd, sem heitir: A morgni atomaldar. I formálanum læt- ur kunnur kjarnorkufræðingur í ljós efa um, að vér séum vaxnir þeim verkefnum, sem atomsprengjan leggur oss á herðar. Og í niðurlagi bókarinnar er spurt:: „Á maðurinn eftir að komast svo langt í fjölkynngi sinni, að hún verði honum ofjarl að síðustu, eins og námssveini galdramannsins forðum? Á hann eftir að búa sjálfum sér tortímingu með því að koma til leiðar að jörðin bálist upp og breytist í ný- stjörnu?“ Galdur kjarnorkunnar er leystur — en hver er maðurinn? Sú spurning fór um hnöttinn eins og svartur skuggi með fréttinni um mesta sigur mannlegs hugvits á yfirstandandi öid. Eg var staddur á Englandi fyrir tveim árum, þegar hið nýja morðtól tortímdi íbúum Hiroshima

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.