Víðförli - 01.09.1947, Blaðsíða 29

Víðförli - 01.09.1947, Blaðsíða 29
HVA-Ð ER MAÐURINN? 155 hefur tekið, trú, sem hann hefui' öðlazt. í því efni hefur trú- maðurinn og efasemdamaðurinn eða afneitarinn sömu að- stöðu, enginn getur freir.ur en annar skírskotað til vísinda eða raunþekkingar, til þess hrökkva hlutlægar, almennar reynslustaðreyndir langt of skammt. „Eg reyndi jafnvel líka að ráða gátu mannsins, þótt tor- veld sé og tvíræð . ..“, segir Chr. Winther. Hver er þessi dularfulla vera, sem hel'ur lagt jörðina að fótum sér, spann- ar geiminn með hugsun sinni, telur vetrarbrautirnar og veg- ur sólirnar, en verður að fávita við lítilvæga sprettu á heil- ann? Polla ta deina, anþropou d’ouden deinoteron, söng kórinn í leikriti Sofoldess, Antigone, 4. öldum f. Kr. Grímur Thomsen þýðir: „Margt er undrið, manneskjunni meira finnst ei neitt“. Svo var kveðið þá suður í Aþenu, þótt engar flugvélar væru til og ekkert útvarp. Grímur þýðir rétt, svo sem vænta má, en eins og orðin hljóða á grískunni mætti þó þýða öðruvísi: Margur voði er til, en enginn slík- ur sem maðurinn. Eða: Mörg er vá, en manneskjunni meiri finnst ei nein. Sú merking mundi máske sönnu nær á tíma kjarnorkunnar. Svo mikið er víst, að manninum stendur nú meiri ógn af sjálfum sér en nokkurri annari lífveru jarðar, að bakteríum meðtöldum. Ég tek nýlega útkomna bók mér í hönd, sem heitir: A morgni atomaldar. I formálanum læt- ur kunnur kjarnorkufræðingur í ljós efa um, að vér séum vaxnir þeim verkefnum, sem atomsprengjan leggur oss á herðar. Og í niðurlagi bókarinnar er spurt:: „Á maðurinn eftir að komast svo langt í fjölkynngi sinni, að hún verði honum ofjarl að síðustu, eins og námssveini galdramannsins forðum? Á hann eftir að búa sjálfum sér tortímingu með því að koma til leiðar að jörðin bálist upp og breytist í ný- stjörnu?“ Galdur kjarnorkunnar er leystur — en hver er maðurinn? Sú spurning fór um hnöttinn eins og svartur skuggi með fréttinni um mesta sigur mannlegs hugvits á yfirstandandi öid. Eg var staddur á Englandi fyrir tveim árum, þegar hið nýja morðtól tortímdi íbúum Hiroshima
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.