Víðförli - 01.09.1947, Síða 40

Víðförli - 01.09.1947, Síða 40
Sigurbjöm Einarsson: Orð eru dýr „Orð eru dýr, þessi andans fræ“, segir Einar Benedikts- son. Orð eru dýr, segir Biblían og kristin trú í annari, enn dýpri og alvarlegri merkingu. Af orðum þínum muntu verða réttlættur og af orðum þínum muntu verða sakfelldur, segir Jesus. Því að orðin eru fræ andans eða hugans og bera því vitni, sem inni fyrir býr. Af gnægð hjartans mælir munn- urinn. Ef tréð er skemmt, er ávöxtur þess skemmdur. Svo margt, sem talað er í hugsunarleysi, þá er þó hugarfar mannsins á bak við hvert orð, sem hann mælir. En vald málsins yfir hugsuninni er líka mikið. Raunar er hugsun og mál svo nátengt, að ekki verður aðgreint. Og sömuleiðis mál og heyrn. Gætið að, hvað þér heyrið, segir Jesús. Því dafnar ljótt og spillandi mál, að hlustir eru opn- ar til að veita því viðtölcu. Og því spillist hugsun, að margt er talað hugsunarlaust eða spilltum huga. Einhver hefur líkt orðunum við peningaseðla. Gildi þeirra er undir því komið, hvaða trygging er á bak við. Á bak við hvern seðil, sem vér tökum eða látum, er ábyrgð Lands- bankans. Vér treystum þeirri ábyrgð. En sé land að verða gjaldþrota, hætta menn að trúa ábyrgðinni á bak við. Þá falla peningarnir. Þá þýðir ekkert að prenta stærri eða skrautlegri seðla og hærri tölur. Verðgildið fellur. Verðgildi orðanna er líka undir því komið, hvað á bak við er. Þegar manndómi hrakar, falla orðin í gildi. Þegar manneskjan smækkar, verða orðin tóm. Þau glamra hærra og gjalla meir, en gilda minna og ekki neitt. Ég hef nýlega lesið tvennt harla athyglisvert, sem snertir

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.