Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Page 12

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Page 12
10 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 um sem tilheyra Ósi og í land í Stóru-Hrísey. Þangað hafði Jón reyndar komið rúmum 20 árum áður, þá í svartbakseggjatöku frá Ósi. Við spásseruðum um eyjuna en urðum að vara okkur- á svart- baknum sem varði ungana sem hímdu í hvannabeðum, ófleygir og lítt sjálfbjarga. Seinna furðaði afi Jóns sig á því af hverju við hefðum ekki kippt nokkrum ung- um með í matinn. Svartbakstaka var ein af hlunnindum landeig- enda hér áður fyrr og flest erum við til í að smakka, en eklti svartbak. Eftir klukku- stundar dvöl í Stóru-Hrísey héldum við áfram að Ósi þar sem móttökunefnd var mætt í fjörunni, enda fólkið okkar búið að tvístíga með fdkinn allan morguninn. I land komum við kl. 13:00 og drif- um okkur í Stykkishólm, nú landleiðina, og fórum í sund. þar var staðið í framkvæmdum við íbúðarhúsið. Næst ætluðum við að róa Brokeyjarvog milli Brokeyjar og Norðureyjar en end- uðum milli Norðureyjar og Vakt- arhólma. Þar lentum við í “fjóta- siglingu” því straumurinn þar á milli var nokkuð öflugur. Því næst sigldum við meðfram Norðurey inn á Brokeyjarvog og virtum fyr- ir okkur mannvirkin í Brokey. Sagan segir að stórmenni hafi byggt Brokey hér áður fyrr og t.d. Eyjarnar í mynni Hvammsfjarðar Mánudaginn 19. júlí tókum við lífinu með ró, en uppúr hádegi daginn eftir héldum við af stað frá Ósi og tókum stefnuna á eyjarnar í mynni Hvammsfjarðar. Fyrsta hindrunin var að fara yfir straum sem hggur milli lands og Straumeyjar (Straumseyjar) og kallast Kolkistungur. I Laxdælu er lýsing á því þegar Þorsteinn surtur fórst þar ásamt öllum sínum mönnum utan eins. Eftir á að hyggja þá tókst okkur, óvart þó, að fara skynsamlegustu leiðina í Kolkistunginn, rerum síðan yfir að Ólafsey og austur með henni. Ólafsey er ein af stærri eyjum Breiðafjarðar og var í byggð til 1944. Talsverður straumur var við Ólafsey og við spáðum í hvernig þetta væri í stórstreymi en ekki í minnsta straum eins og var þessa daga. Frá Ólafsey rerum við að Suðurey og skoðuðum Jötun- sporið sem er skólaga far í kletti sem orðið hefur til vegna rofs úr berggangi, en sagan segir að sé til- komið vegna þess að tröllkarl hafi tyllt þarna fæti á leið sinni út í Brokey. Við ákváðum að taka land f lítilli eyju austan Brokeyjar og sáum þaðan til manns í timbur- flutningum á lítilli skektu. Líklega hefur hann verið á leið í Öxney því seinna um daginn sáum við að Góður endir á góðum degi. er talið að fyrsti bóndinn í Brokey, Jón Pétursson fæddur árið 1384, hafi fyrstur Islendinga látið hreinsa æðardún að einhverju marki. Jón þessi varð einnig fræg- ur fyrir að eignast um þrjátíu börn með ýmsum konum. Annar ábú- andi í Brokey, Vigfús Hjaltalín sem bjó þar 1894-1952, lét byggja kornmyllu við brúna yfir til Norðureyjar og nýtti strauminn milli eyjanna til að knýja hana áfram. Straumar hér og straumar þar Afram rerum við um sund milli Brokeyjar og Öxneyjar. Er við komum að syðsta hluta Öxneyjar lentum við í svokölluðum Bæn- húsastraumi og náðum með erfið- leikum að snúa við og fara í land í Brokey. Þar biðum við og fylgd- umst með krökkum að leik yfir í Öxney. Allt í einu eins og hendi væri veifað datt straumurinn nið- ur og var ástæðan sú að sundið hafði farið á þurrt að hluta og því var ekkert rennsli lengur. Við gát- um því haldið ferð okkar áfram. Kominn var golukaldi og við end- uðum í ævintýraferð þegar við fórum í hina ýmsu strauma. Verstur var straumur sem kallast Stóri-Hjallseyingur og þurftum við að sigla þvers og kruss við erf- iðar aðstæður til þess að komast fyrir hann. Við fórum einnig í litla bróður hans en sáum síðan að skynsamlegast væri að hætta þess- ari vitleysu að sinni. Það var nota- legt að sigla inn á lygna vík í Ólafsey, þar sem við tjölduðum, grilluðum lambakjöt (ekki úr eyj- unum), og fórum svo dauðþreytt að sofa. Ferðalok Við vöknuðum í blíðskapar- veðri daginn eftir, tókum líf- inu með ró og biðum eftir liggjandanum. Tímann not- uðum við til náttúruskoðunar, fylgdumst með himbrima við fæðuöflun og minki hrella svartbaka í Lynghólma. Eftir hádegi fórum við að hugsa okkur til hreyfmgs, byrjuðum á að fara yfir liggjandi Bratta- straum að Gvendareyjum. Leiðin lá milli Heimaeyjar, Bæjarhólma og Háeyjar en þessi leið var alveg frábær, sól, logn og stórkostlegt umhverfi. Létum okkur dreyma um hve gaman það væri að eiga eyju með húsi og geta verið þar í fríum. Allar heimsins sólarlandaferðir geta ekki verið betri en það. Áfram héldum við að Geitareyjum, Stóru-Hrísey og svo að Virkishólma en einmitt þar trúlofuðum við okkur 7 árum áður. Kraldtarnir biðu okkar á bakka Ósár og við enduðum ferðina með því að sigla með þau á ánni. Að lokum skoluðum við allan búnaðinn og fengum okkur síðan gott bað í ánni. Það var með nokkrum trega sem við gengum frá bátunum, vitandi það að við færum ekki í fleiri kajakferðir þetta árið. Nú er bara að skipu- leggja næstu ferð. Heimild: Arni Björnsson. Eyjar í Snæfellsnes- og Dalasýslum. I bókinni Breiðafjarðareyjar (Arbók Ferðafélags íslands 1989).

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.