Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Side 17

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Side 17
 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 Árný Bára Friðrikscf óttir: A Sjómannahófi 1999 15 Kæru sjómenn og aðrir hátíðar- gestir. Til hamingju með daginn! Ja sjómennskan, ja sjómennsk- an, já sjómennskan er ekkert grín. Þetta er úr einhverjum af þeim þúsundum sönglaga texta sem til eru um sjómenn og líferni þeirra í gegnum tíðina á sjó og í landi. Og hvað skal svo segja um sjó- manninn? Sjómennska í dag og sjó- mennska í þá daga er pabbi minn og aðrir vaskir drengir voru að byrja til sjós á unga aldri, eru al- veg örugglega tveir ólíkir heimar. Að stunda sjóinn héðan frá Ólafsvík er eleki það sama og að fara á sjóinn frá mörgum öðrum stöðum á landinu, því héðan er mjög stutt á fengsæl fiskimið. Og þetta kunna þeir vel að meta sem hafa alist upp við það, að á miðin væru 10-12 og allt uppí 14 tíma stím. Svo ég vitni nú aðeins í hann karl föður minn, sem er gamall skipstjóra refur, þá er hann alveg heillaður af Ölafsvík og þá að sjálfsögðu hvað gott er að sækja sjóinn héðan og hvað stutt er á miðin. Pabbi kom í heimsókn til okkar hérna um daginn og dreif sig í einn túr með þeim drengjum á St- einkunni. Og þetta var nú meira!; Ræs kl 8:00 um morguninn, rétt skroppið hérna út íyrir, náð í 11 tonn og hann var kominn heim kl 21:00 um kvöldið. Hann hafði bara ekki upplifað annað eins! ÞETTA KALLAST NÚ VARLA SJÓMENNSKA? HA! Ég var nú sosum ekkert að segja þeim gamla frá því, að yfirleitt réru drengirnir nú bara fram á miðvikudag, fimmtudag, því að eftir miðja vikuna væru Dótadag- Árný Bára Friðriksdóttir ar hjá þeim Steinkubræðrum. En þegar menn hér áður fyrr komu heim kannski eftir margra vikna útiveru þá hafa sjálfsagt bara verið „do do dagar“ hjá þeim, því mörg börnin eru jú fædd níu mánuðum eftir síldar- vertíð, níu mánuðum eftir útiveru í Norðursjónum og eða eftir aðrar útiverur. En að sækja sjóinn héðan frá Ólafsvík er sko lúxus! Því það er róið að morgni „do do“ að kveldi og dótast um helgar. HVAÐ VILJIÐ ÞIÐ HAFA ÞAÐ BETRA! Svona að öllu gammni slepptu þá veit ég vel að hér áður fyrr var þessu öðruvísi farið og menn fóru héðan að hausti, austur á síld og komu kannski ekki heim fyrr en rétt fyrir jól. Og ugglaust hefur það verið álag á margar fjölskyldur og þá menn sem þurftu að fara frá kon- um og börnum, en fyrir þá sjóara sem voru lausir og liðugir og ekki enn búnir að festa sitt ráð, þá var þetta meiriháttar stuð að fara á síldarvertíð. Ég er nú að aust- an og veit mæta vel að það var alltaf gaman á síldarvertíðum og milcið líf í tuskunum þegar allt var vaðandi í síld og sætum strákum. Þá fylltist bærinn af lífi og mik- ið at var á síldarplaninu, svo mað- ur tali nú ekki um það fjör sem var á þeim böllum er haldin voru, þegar síldarflotinn og eða loðnu- flotinn var í landi. Eftir að ég fluttist hingað vestur upplifði ég það, austfirðingurinn sjálfur að maðurinn minn (sjóari að vestan) fór austur á síld og ég varð eftir hér í Ólafsvík og ég get sagt ykkur það, að mér fannst það ferlega fúlt. Já- ég hafði víst krækt mér í MÓLUKKA en svo voruð þið Ólsararnir kallaðir þarna fyrir austan og þá aðallega á Höfn í Hornafirði. Og held ég að yldeur hafi ekkert verið vel við þessa nafngift. En margt hefur nú breyst frá þessum árum til dagsins í dag og það á hina ýmsu vegu. Agætu veislugestir. Eg ætla ekki að hafa þetta lengra og vona ég að við berum öll gæfu til að vera samtaka um uppbyggingu bæjar- félagsins okkar. Óska ég ykkur öllum góðrar skemmtunar hér í kvöld, sjómönnum sem og öðrum bæjarbúum farsældar í starfi og leik. Takk fyrir.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.