Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Blaðsíða 19

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Blaðsíða 19
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 17 Kristinn jónasson bæjarstóri: Mín fyrsta sjóferð Hjá þeim sem fæðast og alast upp í sjávarþorpi er sjórinn og allt honum tengt mikill hluti af hinu daglega lífi, eins var það með mig. Afi minn Magnús Amlín og frændi minn Matthías Guð- mundsson vélsmiður á Þingeyri ásamt fleirum áttu fiskverkun og bát til ársins 1975, fylgdist ég með þeirri starfsemi og stundum fékk ég að vera með afa á vöru- bílnum þegar hann var að landa upp úr bátunum. Þess má geta að síðasti báturinn sem þeir áttu var systurskip Garðars II frá Olafsvík og hét hann Fjölnir ÍS-177 voru þeir bátar byggðir hjá Slippstöð- inni á Akureyri árið 1974. Á þessum árum var útgerðarmynstur trillubáta á þann hátt að á vorin voru bátarnir sjósettir og teknir upp á haustin og fóru flestir trillukarlarnir að beita á stóru línubátunum. Gaman var að fylgjast með trillukörlunum á vor- in þegar þeir voru að byrja að dytta að trillunum sínum, það var eins og þeir tækjust allir á loft og gengu greitt út á Odda þar sem trillurnar voru geymdar. Mikil vinna var að standsetja bátana þá þurfti fyrst að skrapa, stundum að svíða málninguna af með gasi, suma þurfti að negla upp að hluta og svo framvegis. Með þessu fylgdumst við púkarnir og biðum eftir stóra deginum þegar átti að setja á flot, því þá fengum við að fara með inn að bryggju. A fjöru voru bátarnir dregnir eins langt og hægt var niður í flæðamálið, þar voru settar skorður undir þá svo þeir færu ekki á hliðina. Síðan fórum við um borð og biðum þess að það flæddi undir og gat það tekið drjúgan tíma. Þegar full- flætt var undir bátinn og hann nokkurn veginn laus var sett í gang og reynt að bakka og oftast gekk það vel og báturinn laus, því næst var siglt inn að bryggju. Einnig fylgdist maður með hvað hver var að fiska, þar sem maður var iðulega að veiða marhnút á bryggjunni. En um þetta ætlaði ég ekki að fjalla heldur segja frá minni fyrstu sjóferð á ísfisktogaranum Slétta- nesi ÍS-808. Þannig var að ég hafði einungis farið einn róður er ég var stráklingur mér til skemmt- unar með línubátnum Framnesi sem var um 150 tonna bátur. Skipstjóri á Framnesinu var hinn kunni aflamaður Jón Andrésson sem fórst með vélbátnum Mána ÍS-54 í Janúar 1994. Þannig að reynsla mfn af sjómennsku var frekar bágborin en þó verð ég að geta þess að ég og bróðir minn Steinar höfðum átt skektu sem við fengum gefna hjá afa, en hún hafði verið lífbátur á einum báta Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfells- bæjar. Mynd: OrnJ. hans. Bátnum gáfum við nafnið Sæbjörg og var mikið stúss við ressa útgerð okkar bræðra og röfðu margir gaman af. Stóra stundin En aftur að fyrstu sjóferðinni á Sléttanesinu árið 1983. A þessum árum var erfitt að fá pláss fyrir unga og reynslulausa stráka á tog- ara. Eg eins og fleira ungt fólk sem var í skóla leitaði allra leiða til að hafa sem mestar sumartekjur þannig að maður ætti fyrir skólan- um og á þessum tíma gat viku túr á togara gefið sömu laun eins og mánaðar vinna í landi. Eg hafði hringt í skipstjórann Vilhelm Annasson og beðið hann um pláss en hann sagt mér að erfitt væri að komast að, einnig hafði ég farið nokkrum sinnum niður á bryggju þegar skipið kom að landi og tal- að við hann. En svo kom að stóru stundinni og var það túrinn fyrir verslunarmannahelgina, því þá vildu margir fara í frí sem eðlilegt var. Mikið var að gera áður en um borð var farið, því ég þurfti að kaupa mér sjógalla og tilheyrandi búnað og taka mig til að öðru leyti. Eg var örlítið kvíðinn því ég hafði í raun enga hugmynd um út í hvað ég var að fara. Um borð mætti ég með mitt hafurtask og beið þess sem verða vildi. Það fyrsta sem gert var þegar komið var um borð var að fara upp í brú og vita á hvorri vaktinni ég ætti að vera og æxlaðist það þannig að ég var settur á bátsmanns vaktina, en henni stjórnaði Flalldór Sigurðs- son sem átti eftir að reynast mér vel þau sumur er ég var um borð á Sléttanesinu. Það er rétt að geta þess að skipstjóri í þessari ferð var eins og áður hefur komið fram Vilhelm Annasson frá Isafirði, fyrsti stýrinraður var Kristján Ei- ríksson ættaður frá Kópavogi og annar stýrimaður var Guðmundur Þ. Jóosson frá Bolungarvík nú skipstjöri á Baldvini Þorsteínssyni EA-IQ. Síðan var mér vísað í þann klefa sem ég átti að sofa í. Þar skipti ég strax um föt því báts- mannsvaktin átti vaktina. Settur í nálakörfuna Þegar búið var að ganga frá end- unum var ég sendur ásamt tveim öðrum niður í lest til að taka nið- ur ís, en hinir fóru að yfirfara trollin. ísinn var allur framleidd- ur um borð og því nauðsynlegt að fara niður í lestina og gera klárt og taka niður ís, þannig að hægt væri að framleiða meiri ís og í raun var það þannig, að passað var upp á það að klefinn fylltist ekki í byrj- un túrs því þá drápu ísvélarnar á sér sem gat verið bagalegt ef fiskaðist vel í byrjun túrs. Vinnan í lestinni gekk vel en mig undraði hvað menn hömuðust mikið við ressa vinnu, en ég átti eftir að tomast að því að þannig var um alla vinnu um borð. Þegar búið var að tæma klefann var farið upp á deltk til hinna og farið að vinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.