Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Side 23

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Side 23
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 21 Ásgeir Jóhannesson: Fjörug kosninganótt í Ólafsvík 1954 Einn af hinum ógleymanlegu dögum frá dvöl minni í Ólafsvík er kosningadagurinn 31. janúar 1954 sem þá bar upp á sunnu- dag, en þann dag var kosið til hreppsnefndar í Ölafsvík- urhreppi. Eg var þá 22 ára gamall og aldrei verið við- staddur slíka atkvæðataln- ingu fyrr. Ibtiar í þorpinu voru 531 á manntali hinn 1. des. 1953 eða tveimur mánuðum áður en kosn- ingarnar fóru fram. Kjósa skyldi 5 aðalmenn í hreppsnefnd og voru 3 listar í kjöri. A-listi Al- þýðuflokksins (og óháðra), þar skipuðu tvö efstu sætin Ottó Árnason og Elinbergur Sveinsson. B- listi Framsóknarflolcksins (listi samvinnumanna), þar voru í tveim efstu Alexander Stefánsson og Vigfússon. Og C-listi Sjálfstæðis flokksins en þar skipuðu þrjú efstu sætin þeir sr. Magnús Guðmundsson, Guðbrandur Vigfússon og Leó Guðbrandsson. Þetta voru þeir menn sem stóðu í eldlínunnin þessar kosningar. Kosningadagurinn rann upp skýjaður og þungbúinn. Stórviðr- ið sem geisaði um nóttina var að mestu gengið yfir og sjóinn hafði lægt. Flestir íbúarnir á kosninga- aldri voru lítt sofnir, því í fárviðri næturinnar hafði m/b Orri hrakist út úr höfninni og strandað á grynningum norður af fiskverk- unarhúsi Hróa h.f. og sokkið þar. Fyrir harðfylgi bátsverja á m/b Fróða tókst að bjarga Þórði Hall- dórssyni frá Dagverðará úr mastri hins sokkna báts, en þá var langt liðið á nótt og allt þorpið hafði vakað og beðið milli vonar og ótta hvort tækist að bjarga þarna mannslífi. Frá þeim atburði var all ítarlega sagt í síðasta sjómanna- dagsblaði Snæfellsbæjar og vísast hér til þeirrar frásagnar um það efni. Kjörfundur hefst Það voru því syfjaðir og heldur framlágir menn sém mættu þenn- an morgun til að opna kjörstað í gamla barnaskólahúsinu, sem stóð þá norðan vegarins sem nú Gamli barnaskólinn í Ólafsvík þar sem kosið var og talning atkvæða fór fram. jókst mjög er fram kom á daginn. Er kjörstað var lokað ld. 12 á mið- nætti höfðu 92% kjósenda neytt kosningaréttar síns. Vel gekk að undirbúa talninguna og var fjöldi manna viðstaddur er hún hófst á seinni tímanum í eitt um nóttina. En þá byrjaði nú fjörið. Er fyrsti atkvæðaseðiil hafði verið talinn reyndist hann ekki rétt merktur, en var tekinn gildur af kjörstjórn, sem jafnframt lýsti því yfir af jessu tilefni að hún myndi taka rvern þann seðil gildan sem greinilega sýndi vilja kjósandans. Einnig lýsti kjörstjórn því yfir að hún myndi úrskurða um gildi hvers seðils jafnóðum og þeir væru taldir - og féllust umboðs- menn listanna á þá aðferð. Elcki hafði talningu verið lengi framhaldið er einn af æstustu mönnunum sem við- staddir voru tók að hrópa til kjörstjórnar og vildi hafa áhrif á hana við úrskurð at- kvæðaseðla. Krafðist ég þá þess að talning yrði stöðvuð og kjörstjórn upplýsti hverjir á staðn- um mættu gæta hags- muna listanna við taln- inguna. Var það gert og kjörstjórn úrskurð- aði að aðeins umboðs- menn listanna mættu leggja orð í belg. Var nú allt kyrrt um hríð. sætum Vigfús liggur fram hjá Mettubúð. í kjör- stjórn voru þá Guðbrandur Guðbjartsson, hreppsstjóri - for- maður, Jónas Þorvaldsson skóla- stjóri og að mig minnir Þórður Kristjánsson faðir Þórðar og Rafns og þeirra systkina. Einnig voru mættir umboðsmenn þeirra lista er í kjöri voru en þeir voru höf- undur þessarar greinar fyrir A- lista, Stefán Kristjánsson vega- verkstjóri fyrir B-lista og Markús Einarsson þá framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ólafsvíkur h.f. fyr- ir C-lista. Kjörsókn fór hægt af stað en Úrslitum réðu síðustu 4 atkvæðin En þegar 4 seðlar voru ótaldir í kassanum komst spennan í há- mark, því þeir seðlar gátu ráðið úrslitum um það hver fulltrúa fjöldi hvers lista yrði. Og það var talið áfram og upp kom úr kass- anum - C-listi,C-listi,C-listi og C- listi. Sjálfstæðisflokkurinn fékk öll 4 síðustu atkvæðin og samtals 105 atkvæði sem gaf þeim 3 full- trúa og hreinan meirihluta í hreppsnefnd. A-listinn félck 69 atkvæði og 1 mann kjörinn, vant- aði 1 atkvæði til að fá tvo menn

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.