Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Síða 31

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Síða 31
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 29 Leopold H. Sigurðsson Leopold Helgi Sigurðsson var borinn og barnfæddur á Hell- issandi 15. desember 1908. For- eldrar hans voru hjónin Sigurður Magnússon, sjómaður frá Sandi, og Guðrún Jónína Jónsdóttir - sem ættuð var úr Grunnavíkur- hreppi á Hornströndum. Hann var eina barn þeirra saman. Lífsbaráttan var hörð og oft óvægin undir Jökli á vormorgni þessarar aldar og kjörin kröpp. Sjóslys voru tíð og oft mannskæð. Brimalendingar voru hættulegar og stundum fórust heilu skips- hafnirnar fyrir augum ástvinanna. Faðir Leopolds druleknaði einmitt með slíkum hætti í Keflavíkurvör- inni ásamt 8 skipsfélögum sínum þegar sonurinn var aðeins nokk- urra mánaða. Margar eiginkonur urðu ekkjur þann dag og mörg börn föðurlaus. Sorg ástvinanna varð sorg allra í þessu litla sjávar- þorpi. En fólkið var duglegt. Þegar ágjafirnar urðu hvað þyngstar þá sótti það styrk í þá Guðstrú sem var samofin lífsvitund þjóðarinnar - og hjálpaði því að sjá til sólar á nýjan leik og treysta á forsjón þeirrar föðurhandar sem öllu ræð- ur á himni og jörðu. Ofan á missi Guðrúnar og sorg hennar bættust síðan mikil og al- varleg veikindi sonarins strax í frumbernsku. Hann fékk bein- kröm og var vart hugað líf. Móð- irin, sem var annáluð dugnaðar- kona, reyndi sem best hún gat að styrkja hann, m.a. með því að láta hann fara í sjóböð - og átti það sinn stóra þátt í því að hann komst á legg. Nokkrum árum seinna felldu þau Guðrún og Illugi Sigurðsson hugi saman og eignuðust soninn Sigurjón. En aftur skyggði yfir - og öðru sinni tók sjórinn frá henni ástríkan lífsförunaut og byrgði sýn til framtíðar. Illugi drukknaði 1915 en Sigurjón var þá tæplega eins árs. Það var þung raun fyrir Guð- rúnu, eins og gefur að slcilja og vart þarf að Týsa með orðum, að Minningarorð flutt í Akraneskirkju 21. janúar 2000 Prestur: Sr. Eðvarð Ingólfsson missa tvo menn með nokkurra ára millibili - en henni var það þó huggun harmi gegn að eiga eírir synina tvo - og var hún harðá- kveðin í því að spjara sig með þá Sæll og glaður á ævikvöldi með tóbakspontu í hendi. og það gerði hún með mikilli sæmd. Hún tók að vinna utan heimilis og dvaldist m.a. í Reylcja- vík í fáein sumur því þá var dauft yfir atvinnulífmu í heimabyggð- inni. Leopold var lcomið fyrir hjá góðu vinafólki í Bárðarbúð á Hellnum á meðan og frá þeim tíma átti hann bjartar og lcærar minningar. Leopold gekk aldrei heill til skógar en hann varð engu að síður með elstu mönnum og náði 91 árs aldri. Hann var miklu lélegri til heilsunnar á yngri árum en á seinni hluta ævinnar. Honum var elcki gefið að þroskast til fullnustu og hann gat t.d. aldrei stundað vinnu eins og hver annar. En hann hafði, þrátt fyrir þetta, rnilc- ið að gefa sínu samferðafólki eins og við öll, sem hér erum, getum vitnað um. Frá minningu þessa ljúfa drengs stafar mikilli birtu. Þegar fram liðu stundir og Sig- urjón stofnaði sitt eigið heimili ásamt konu sinni, Gísllaugu Elías- dóttur, sem hann giftist 1939, þá fluttust þau mæðginin, Guðrún og Leopold, til þeirra. Sex árum síðar andaðist svo Guðrún og var Leopold áfram til heimilis hjá bróður sínum og mágkonu. Reyndust þau honum ákaflega vel svo að ekki sé meira sagt - og báru hann alla tíð á kærleiksörmum. Eitt mesta lífslán Leopolds var að eiga þau hjónin að og var hann þeim ævarandi þakklátur fyrir alla þá miklu og góðu umhyggju sem þau veittu honum - og það ástríki sem hann bjó við. Eftir að þau féllu frá stóðu þau Gunnar Jón, bróðursonur Leopolds, og hans Með ungum vinum sínum, þeim Þórarni Eggertssyni og Öldu Friðbjarnardóttur. Myndin er tekin í Hraunprýði á Hellissandi, heimili Astu og Sveinbjarnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.