Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Síða 32

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Síða 32
30 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 fjölskylda, honum næst - og sinntu þau honum einnig af mik- illi alúð og kærleika. Þótt Leopold tæki eldti fullan þátt í atvinnulífinu þá hafði hann ýmislegt fyrir stafni sem gaf ævi- dögunum lit. Hann var t.d. lengi með nokkrar kindur í félagi við bróður sinn - og einnig hænur og belju um tíma - og hann var alltaf fús til að rétta öðrum hjálparhönd ef eftir því var leitað og geta hans leyfði. Ollu því sem hann tók að sér sinnti hann af framúrskarandi samviskusemi og trúmennsku. Leopold var viðkvæm sál og ef eitthvað bar út af, ef eitthvað var sagt eða honum gert á móti skapi, þá gat hann snöggreiðst - en svo var það búið. Hreinlyndi hans var slíkt. Öllum vildi hann í raun allt hið besta og hann mátti ekki vamm sitt vita í neinu og aldrei hallmælti hann nokkrum manni. Leopold fór ekki alltaf troðnar slóðir og galt stundum sérvisku sinnar - og má segja að þar hafi ósérhlífni hans og dugnaður birst í hnotskurn. Hann lá t.d. á hnjánum í nokkur sumur með hníf einan í hendi sér og skar hvorki minna né meira en 11 kapla af þurru bandi af heyi á hverju sumri - en hver kapall er 100 kg. Þetta er áreiðanlega eins- dæmi hér á Iandi. Sumar eftir sumar lá hann boginn í balei með poka á hnjánum og skar grasið. Það var svo ekki fyrr en góður vinur hans greip inn í og fékk hann til þess að breyta vinnulagi sínu að hann fór að nota orf og ljá. Eftir það ríghélt hann í orfið! Leopold setti sterkan svip á samfélagið vestur á Sandi. I litlu þorpi eru tengsl og samskipti fólks nánari en gengur og gerist á stærri stöðum. Fólkið við strönd- ina á afkomu sína undir því sem veiðist úr sjó. I tíð Leopolds sekktu allir alla og það setti sinn alæ á mannlífið. Sjómenn gáfu í soðið, eins og kallað er, hver mað- ur rétti öðrum hjálparhönd ef mikið lá við án þess að vera nokk- uð að hugsa um endurgjald; það var spjallað saman undir húsvegg, á förnum vegi eða í heimahúsum eftir atvikum, spáð í fiskirí og veð- ur, sagðar fréttir úr þorpinu eða rætt um eitthvað annað sem menn höfðu heyrt eða séð. Það var vakað yfir lífi og limum: Hvernig hefur hinn eða þessi það? Sorg eins var sorg allra - og þegar fiskiríið var gott og vel gekk, þá glöddust allir. Þessu litrófi tilverunnar til- heyrði Leopold. Það er auðvelt fyrir okkur, sem þekktum hann vel, að sjá hann fyrir okkur: Leopold á leið frá heimili sínu að morgni dags til að gefa kind- unum. Neftóbakið út á kinnar og pontan á sínum stað. Klæddur í fjárhúsgalla og gúmmískó og með derhúfu. Kemur við í Bjarmahúsi, spjallar við Manga, vin sinn, neta- gerðarmann - heldur síðan áfram, - snýr sér við þegar bíll fer framhjá til þess að athuga hver þar sé á ferð; fer í fjárhúsin, sækir skjól- urnar og ber þær yfir í Hraun- prýði þar sem hann fyllir þær af vatni. Þiggur kaffisopa hjá Astu, vinkonu sinni, og marga mola; fer síðan með skjólurnar í fjárhúsin og gefur. Kemur svo kannski aftur við hjá Ástu og þiggur annan kaffibolla, fer e.t.v. út í búð fyrir hana eftir einhverju lítilræði, gefur hænunum hennar og fer svo aftur heim. Sendist síðan í búðir eða eitthvert annað fyrir mágkonu sína og aðra þá sem þurfa hans við og eru e.t.v. of lasburða til að fara sjálfir. Fer aftur í fjárhúsin um kvöldið til að gefa og lítur inn i Hraunprýði um leið. Þá er Svein- björn, póstmeistari, kominn heim, það er drulekið meira kaffi og spjallað; svo er kannski komið við hjá Hemma í Garði, hjá Leopold í kunnuglegri stellingu með orfíð. systkinunum í Miðhúsum eða vinafólki í Götuhúsi undir nótt- ina. Þannig gengur dagurinn fyrir sig í stórum dráttum, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár. Hjónin í Hraunprýði, þau Asta og Sveinbjörn, skipuðu alveg sér- stakan sess í lífi Leopolds enda átti hann þar einstaklega hlýjum og traustum vinum að mæta. Og þau gleymdu honum ekld - fremur en margir aðrir Sandarar - eftir að hann var fluttur hingað á Skag- ann. Áfram héldu þau að gleðja hann með góðum gjöfum á af- mælisdegi og jólum - og senda honum hlýjar kveðjur - og ef þau voru hér á ferð var litið inn til hans. Það var Leopold því mikið áfall þegar Ásta, vinkona hans, var burtkölluð úr þessu lífi nú á haustdögum, því að þau hjónin voru kjölfesta í tilveru hans, ekki síður en Gunnar Jón og aðrir ást- vinir, eftir að bróðir hans og mágkona féllu frá. Eg held að flestir muni sam- mælast mér um það að Leopold hafi verið hvers manns hugljúfi, - barnslega einlægur og hjarta- hreinn. Þeir sem lögðu sig firam um að kynnast honum eignuðust fljótlega vináttu hans. Hann var t.a.m. sérstaklega barngóður og var oft fenginn til að gæta barna og mat þann trúnað mikils. Þetta hlutverk rækti hann af sömu samviskusemi og önnur sem honum voru falin um dagana. Þótt vanheilsa Leopolds kost- aði hann hefðbundna skóla- göngu, þá nam hann sitt lítið af hverju í skóla lífsins. Við móður- kné lærði hann t.a.m. að kveða og kunni hann reiðinnar býsn af vísum sem hann raulaði gjarnan fyrir munni sér allt fram á hinsta dag. Sömuleiðis fékk hann góðan vitnisburð þegar hann gekk til spurninga hjá sóknarpresti sínum fermingarárið - en hjá honum lærði hann talsvert í Helgakveri og af bænaversum - og í þann sjóð sótti hann oft síðar á lífsleiðinni því hann var sterktrúaður. Þótt Leopold hafi verið, eins og sagt er, einföld og hlý sál, þá var honum gefm sú blessun að rækta trú sína. Hann hlýddi ævinlega á lestur Passíusálmanna á föstunni, svo að dæmi sé tekið, og mátti aldrei missa þar úr. Slíkar stundir voru honum afar helgar. Og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.