Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Qupperneq 43

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Qupperneq 43
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 41 Fimmtíu ára sjómennska Viðtal við Einar Kristjónsson á Garðari II „Samstarf okkar Jóa Steins með þennan bát sem við eigum núna byrjaði fyrir þremur árum en þá áttum við báðir trillur. Eg segi nú eins og er að ég var orðinn dálítið þreyttur á þessu trilluskarki árið út og inn. Þá förum við í samein- ingu að hugleiða það að létta á okkur og kaupa netabát saman. Það verður úr að við ákveðum að slá þessu saman“ segir Einar. „Þá fréttum við af því að Guð- mundur Egilsson í Stykkishólmi er að selja Gáskann sinn og við kaupum hann af honum og byrj- um að láta breyta honum strax, þetta er árið 1997. Við róum hon- um svo í eitt ár en okkur fannst það ekki nógu hag- stætt. Hann var ekki alveg nógu stór og við vorum mikið háðir veðri og það þýðir ekki að fiska tveggja nátta fisk í dag eins og markaðsaðstæður eru“ segir Einar. Þá ákveða þeir að selja Gáskann, sem hét Björn Kristjánsson SH 165, en hann var skírður eftir bróð- ur Einars sem hann starfaði lengi með í útgerð. Um þetta leyti er þessi stálbátur sem þeir eiga nú auglýstur til sölu og þeir kaupa hann og þetta er fínn bátur segir Einar og hann er skipstjórinn og ætlunin er að vera á þorskanetum allt árið. Fæddur í Bug Einar er fæddur í Bug árið 1936 og sonur hjónanna Kristjóns Jóns- sonar og Jóhönnu Oktavíu Krist- jánsdóttur. „Við vorum tíu systk- inin og ég er sjötti í röðinni en Siggi er elstur. Ég elst upp í Bug og þar lékum við okkur systkinin saman og ég sótti þá skóla inn í Tungu. Eg hélt þá til á Völlum hjá Ólafi bónda og gekk svo í skólann á hverjum morgni því ekki var okkur keyrt eins og nú er gert víða“ segir Einar. Foreldrar Einars áttu heima fyrst í húsi fyrir neðan þjóðveginn í Bug en þau byggðu síðan hús fyrir ofan veginn seinna og fluttu þangað. „Húsið sem við áttum heima í fyrst var gamalt og lítið ca 50 fm. Eldhús, stofa og annað herbergi sem pabbi og mamma sváfu í. Við sváfum tíu krakkarnir í stofunni þannig að það var oft mikið fjör í hópnum“. Flutt til Ólafsvíkur Þegar Kristjón faðir Einars deyr árið 1949 þá er Jóhanna komin með stóran barnahóp og hún tek- ur ákvörðun um að flytja til Ólafsvíkur ári seinna. Flytur hún vesturendann á Sandholti 10. „Pabbi var bæði sjómaður og bóndi. Hann réri og var með bú- skap sem dugði fyrir að framfleyta fjölskyldunni. Við krakkarnir vor- um að hjálpa til við bústörfin og dútla svona í kringum heimilið. Ég sótti ekkert út í Ólafsvík. Það var langt að fara og maður undi sér bara heima“. Einar er á þrett- ánda ári þegar pabbi hans deyr. Jóhanna er elcki lengi í Sand- holtinu með börnin sín en þá hafði Sigurður, sonur hennar, hinn kunni aflamaður, sem seinna varð, keypt hús við Lindarholt sem hentaði betur fyrir hana og börnin en Siggi var þá farinn að vinna fyrir sér á sjó. „Þar bjó mamma lengi eða þar til hún flutti í kjallarann heim til Steina heitins og Jönu í Vallholt- ið. Mamrna fór strax að vinna í Frystihúsinu eftir að hún kom til Ólafsvíkur til að vinna fyrir heim- ilinu og vann þar alla tíð eða þar til hún missti heilsuna. Hún flutt- ist svo suður á DAS og lést þar árið 1985 þá 85 ára gömu“. Sjómennskan byrjar Einar lýkur svo barnaskólanámi hér í skólanum í Ólafsvík og þá tók sjómennskan við því að það var markmiðið að fara á sjóinn. Einar byrjar sína sjómennsku 14 ára gamall með Guðna á Haföldunni eða árið 1950. Hann vann aldrei í landi og hefur ekki gert svo að á þessu ári á hann 50 ára sjómannsafmæli þannig að Einar er sjó- mennskunni trúr. „Ég man eins og það hefði gerst í gær mína fyrstu sjómennsku með Guðna. Ég var aðeins 14 ára polli og nýbyrjaður á sjó og við rérum á línu. Þá gerðist atvik sem ég gleymi aldrei. Við vorum fimm í áhöfn og m.a. var Sumar- liði bróðir Guðna afbragðs sjó- maður eins og Guðni var líka. Eitt kvöldið erum við að leggja línuna í NA kalda út í Brún og við stöndum aftur á við rennuna, sem var einföld línurenna úr tré, ég og Summi. Summi hélt á enda- drekanum og var að láta færið renna út. Þá heyri ég að hann kallar allt í einu á mig: Segðu honum að bakka. Ég lít við og sé að hann þeytist aftur í rennu. Þá sé ég að bugt af færinu hefur farið utan um annan fótinn á Summa og er að draga hann út. Ég hleyp að stýrishúsinu til að lcalla á Guðna og sé þá að rennan hendist út í sjó og Summi með. Ég öskra á hann að bakka. Katrín Knutsen og Einar Kristjónsson, myndin er tekin árið 1965.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.