Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Page 45
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000
43
að draga annan í páskum og fengu
í þessar sex trossur 40 tonn.
„Báturinn var orðinn svo hlað-
inn að það flæddi í gegnum götin
fyrir endana og þá gripum við til
þess ráðs að setja tvo stóra þorska
í þau og við gátum keyrt heim“
sagði Einar.
Garðar II smíðaður
á Akureyri
Árið 1972 tóku þeir bræður
Björn og Einar ákvörðun um að
stækka verulega skipakost sinn.
Gengu þeir til samninga við
Slippstöðina á Akureyri um smíði
á 150 lesta glæsilegum bát sem
þeir gáfu nafnið Garðar 11 SH 164
í nafni Björns og Einars sf. Þessi
bátur er þriðji síðasti í röðinni af
10 skipa raðsmíðaverkefni sem
Slippstöðin smíðaði á árunum
1970 til 1975. Einn bátur í þess-
ari seríu kom til Ólafsvíkur 1975
og hét hann Fróði SH 15 og ann-
ar fór til Stykkishólms en það var
Þórsnes 11. Framkvæmdastjóri
Slippstöðvarinnar á þessum árum
var Gunnar Ragnars og var gott
að eiga viðskipti við hann.
„Það sem við vorum með í huga
var að gera bátinn út héðan og
einnig var áhugi fyrir að veiða
loðnu í flottroll og við létum út-
búa hann þannig“ segir Einar.
„Þetta gaf ekki góða raun þessi
loðnu veiði. Það var sífellt verið
að þróa þessi veiðarfæri og við
hættum að hugsa um loðnuveið-
ar“. Einari er minnisstæð heim-
siglingin frá Akureyri veturinn
1974 með Garðar 11 nýjan.
„Þegar við fórum af stað frá Ak-
ureyri spáði hann NA roki. Er við
komum út úr Eyjafirði þá gerðist
það að loftblásarinn við vélina bil-
aði. Ég ákvað að fara inn til Ólafs-
fjarðar þar sem ekki var hægt að
keyra bátinn blásaralausan. Þegar
við keyrðum inn Ólafsfjörðinn þá
voru komnir himinháir skaflar og
veðrið alveg brjál-
að.
Ég gleymi því
augnabliki aldrei er
við keyrðum inn í
höfnina. Þegar við
stefnum á mitt gat-
ið (hafnarmynnið)
þá lendum við í
slíkum öldudal að
það þornar gjör-
samlega undan
bátnum og hann
leggst alveg flatur,
svo mikill var sjór-
inn. Þegar sjórinn
kom aftur undir bátinn gaf ég allt
í botn og bakkaði. Við rétt
komumst út aftur og snérum aft-
ur til Akureyrar.
Úrvals mannskapur
Þegar þeir bræður lceyptu Garð-
ar 11 þá varð sú breyting á að
Bubbi fór alveg í land og varð út-
gerðarstjóri fyrir útgerðina og sá
um veiðarfæravinnu og fl. Á þess-
um bát var Einar skipstjóri í alls
átján ár eða til ársins 1992. Einar
hefur alltaf verið mjög heppinn
með áhöfn og margir sjómenn
verið með honum lengi. Má þar
nefna Róbert Óskarsson, Jóhann
Steinsson en þeir voru báðir véla-
menn á Garðari. Þá var Magnús
heitinn Guðmundsson mjög lengi
með Einari eða alveg þar til hann
kaupir Sæborgina með HÓ en
hún sökk árið 1989 og með henni
fórst Magnús en hann var dug-
mikill og frábær sjómaður að sögn
Einars. Alltaf voru skipsrúmin hjá
Einari eftirsótt. Hann var góður
fiskimaður, kappið og áhuginn
mikill og hann lagði sig mjög
fram enda var hann alltaf með
aflahæstu skipum.
Einar var farsæll skipstjóri enda
urðu aldrei alvarleg slys um borð
hjá honum þó einu sinni hefði
munað litlu. Þá voru þeir að slaka
öðrum togvírnum út á Garðari 11
vegna þess að hinn hafði slitnað í
festu. Það var komið slæmt veður
og ætlunin var að láta færi og belg
á vírinn. Bugt hafði myndast á
vírnum aftur á bátapalli og hafði
farið utan um fótinn á einum
skipverjanum. Einar sá hvað var
að gerast og þaut út og náði
manninum úr bugtinni með
miklu harðfylgi.
Breyting á eignaraðild
Á árunum milli 1980 og 1990
komu upp erfiðleikaár hjá þeim
bræðrum með útgerð Garðars.
„Þá seldum við Bubbi, HÓ 50%
hlut í Garðari II. Hann var síðan
gerður út í þessu formi til ársins
1992 en þá keyptu synir Krist-
mundar Halldórssonar bátinn.
„Maður getur verið vitur eftir á
en ég held að stærstu mistökin á
öllum okkar ferli hafi verið þegar
við seldum hlutinn í bátnum“
segir Einar. „Svo er það að Bubbi
bróðir deyr árið 1989, ég sá mikið
eftir honum bæði sem bróður og
einnig félaga í gegnum útgerðina“
segir Einar.
Þá berst talið að hinu hörmu-
lega sjóslysi í mars árið 1985 en
þá fórst Bervíkin SH og með
henni fimm vaskir menn frá
Ólafsvík. Þar fórust bæði bróðir
Einars, Ulfar og sonur hans Óttar,
og mágur hans Steinn J. Rand-
versson en hann var giftur Krist-
jönu. „Þetta voru ótrúlegir tímar“
segir Einar. „Maður vildi bara
ekki trúa að þetta hefði gerst.
Þetta er það því miður sem ætt-
ingjar sjómanna verða að sætta sig
við því að enginn veit hver er
næstur og þetta er alltof oft að
koma fyrir“.
Kaupi trillu
Þegar Einar var kominn út úr
þessu dæmi með Garðar þá var
hann ákveðinn að söðla um og fá
sér minni bát. Hann ætlaði ekki
að fara að leggjast í neina leti.
„Eitthvað varð ég að gera. Það var
búið að selja bátinn undan mér og
ég búinn að missa mína atvinnu“
segir Einar. Hann kaupir sér þá
plastbát af gerðinni Sómi og er að
r
.
Garðar SH, áður Jóhann Þorkelsson.