Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Blaðsíða 50
48
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000
Hugrún Ragnarsdóttir:
Hátíðarræða á Sjómannadag
á Hellissandi árið 1999
Kæru sjómenn og aðrir gestir, til
hamingju með daginn.
Eg vil byrja á því að þakka það
traust, sem mér er sýnt, að halda
hátíðarræðuna á sjómannadaginn.
Nú þegar við erum hér saman-
komin, er eklti úr vegi að leiða
hugann að því, hve stóran sess sjó-
mannadagurinn skipar í
huga okkar og hvað
hann er okkur mikil-
vægur. Sjómannadag-
urinn var fyrst haldinn
hátíðlegur þann 6. júní
1938, þannig að í raun
er saga hans ekki ýkja
löng. Frumkvæðið
kom frá Félagi íslenskra
loftskeytamanna, en
þeim hafði borist bréf
frá starfsbræðrum sín-
um á Norðurlöndum,
þess efnis að koma á,
árlegum minningardegi
um loftskeytamenn,
sem farist hefðu í hafi
við störf sín. Félagið
samþykkti hins vegar á aðalfundi
að vinna að allsherjar minningar-
degi um drukknaða sjómenn.
Síðan hófst mikil undirbúnings-
vinna, sem mörg sjómannafélög
stóðu að og það er þessum frum-
kvöðlum að þakka að við komum
saman hér í Sjómannagarðinum
og höldum hátíð.
Fyrsti sjómannadagurinn var
haldinn í Reykjavík og á Isafxrði,
að viðstöddu fjölmenni á báðum
stöðum. Hátíðarhöldin vöktu
mikla athygli þjóðarinnar og inn-
an fárra ára hafði þessi hátíðisdag-
ur breiðst út um allt land. A þess-
um fyrsta sjómannadegi voru
haldnar ræður, sungið og keppt í
greinum eins og kappróðri og
stakkasundi, þannig að sú dag-
skrá, sem við göngum að í dag er
ekki mikið frábrugðin þeirri
fyrstu. Þetta er af hinu góða, því
að til að hátíðisdagar séu þjóðleg-
ir, þarf að halda í gamlar hefðir og
venjur eins og frekast er unnt.
Sjómannadagurinn tók strax að
miklu leyti við af hinum gamla
lokadegi vetrarvertíðar. Á loka-
daginn var alltaf mikið um dýrðir.
Skipseigandi eða formaður héldu
hásetum matarveislur og veittu vel
af brennivíni. Fyrir kom að út-
gerðarmenn gáfu skipsverjum
flösku, ef vel hafði
aflast og mér segir
svo hugur um að
þessir siðir séu
enn við lýði og nú
á sjómannadag-
inn.
Sjálf hef ég alltaf
tengst sjónum á
einhvern hátt.
Þegar ég var lítil
var pabbi nrikið á
sjónum og fannst
okkur systkinun-
um hann oft lengi
í burtu. Ég man
eftir mömmu
gangandi um gólf,
í vondum veðrum, áhyggjufull og
kvíðin. Við höfðum ekki síma í
þá daga og fjarskiptatækin um
borð voru ekki eins góð og í dag,
þannig að oft var erfitt að fá fréttir
af ástvinum á hafi úti. Þegar
pabbi var á síldinni í gamla daga
hélt ég oft að nú kæmi hann bara
aldrei aftur. Ég man sérstaklega
Sendum sjómönnum okkar bestu kveðjur
á Sjómannadaginn !
STEINPRENT
v. Snoppuveg • 355 Ólafsvík
S: 436 1617 • Fax: 436 1610