Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Síða 55

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Síða 55
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 53 Slæm hafnaraðstaða en góð fiskimið Segir Pétur Pétursson útgerðarmaður á Arnarstapa ,,Ég hef hug á að fá mér stærri bát þegar búið verður að bæta hafnaraðstöðuna á Arnarstapa” segir Pétur skipstjóri og út- gerðarmaður á Bárði SH 81 en það er 10 lesta bátur sem hann hefur gert út frá Arnar- stapa frá árinu 1988. Pétur er fæddur árið 1963 og ólst hann upp á Malarrifi. Hann gerði áður út bátinn Bárð Snæfellsás en það var 2,5 lesta bátur sem hann keypti árið 1984. Það var fyrsti báturinn sem hann átti. „ Astæðan fyrir því að ég keypti mér bát var sú að mig langaði alltaf að gera út sjálf- ur. Maður hafði séð bátana rétt fyrir utan fjöruborðið og vissi að þeir voru oft að fiska vel”. Miðin sem Pétur er að tala um eru Svalþúfan og fleiri góð mið fyrir utan Malarrif. Pétur var áður búinn að stunda sjómennsku í Olafsvík nokkrar vertíðir. „ Fyrsta vertíðin mín var á Skálavíkinni með Grími Benna en þá áttu þeir hana saman hann og Rúnar bróðir hans. Síðan var ég að beita á Steinunni en þá var þar Brynjar Kristmundsson skipstjóri og einnig var ég með honum eina reknetavertíð. Þá beitti ég eina vertíð á Greip en þá var Gunnar Gunnars- son með hann. Svo var ég tvær vertíðir með Riltharði Magnússyni á Gunnari Bjarnasyni SH. Það var oft mikið fiskirí hjá Rikka”. Bestu fiskimið við ísland „ Það góða við það að gera út sjálfur” segir Pétur, „er það mikla sjálfstæði sem maður hefur. Maður er ekki neinum háður og ef maður gerir ekki rétt er við mann sjálfan að sakast. Ég gerði fyrst út á línu. Ég bæði beitti á Stapa og landaði þar”. Hafnarskilyrðin á Stapa eru Pétri ofarlega í huga en oft hafa orðið þar minni háttar tjón á bátum. „Þetta var oft mjög erfitt sérstak- lega á veturna. Þegar veður voru vond varð maður eins og gert var í Ólafsvík í langan tíma að vakta bátinn. Eins var þegar ófært var á milli Malar- rifs og Arnarstapa. Það gat tekið langan tíma að brjótast á milli“ hef alltaf viljað róa héðan þó oft hafi verið erfitt að eiga við þetta. Það má segja að það er vont en það venst eins og segir í góðu ljóði. Það sem á móti kemur og vegur mjög þungt er að hér fyrir utan eru bestu fiski- miðin við Island”. Það má segja um Pétur „að römm sé sú taug er rekka dregur” þar sem hann vill helst vera á heimaslóðum. Bárður er með góðan kvóta eða um 175 tonn af þorski og 5 tonn af ýsu. Hann leigir einnig til sín talsvert af kvóta þannig að aflinn er mikill yfir árið. „Burt með kvótaþingið” Aðspurður um kvótakerfið segir Pétur. „Ég er sáttur við þetta kerfi og ég sé ekki annað en að trillukarlar hljóti að vara sáttir. Það merki ég á því að allar hafnir í Snæfellsbæ eru fullar af trillum. Ég kem ekki auga á aðra leið betri þó alltaf sé verið að tala um það. Sóknarmark kemur ekki til greina af minni hálfu. Ég var fylgjandi því að línutvöföldunin var tekin af því það var ekkert annað en dulið sóknarmark. Sóknarmarki fylgir meiri út- gerðarkostnaður. Það má kannski laga eitthvað til t.d. má henda burtu Kvótaþinginu. Það hefur eldcert gert neitt gagn. Það verður að vera sveigjanleiki í kerfinu. Svo er þessi mikla umræða um að fiski sé hent og hún er að mínu mati mjög ýkt.” Ingi Pálsson, Pétur og Þórkell Geir Högnason með stóru lúðuna sem vó 157 kg. Mynd: Lovísa Á dekkinu á Bárði SH, Pétur, Selma og Lovísa. Mynd: PSJ.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.