Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Qupperneq 63

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Qupperneq 63
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 61 Mitt bernskuheimili Húsið að Grundarbraut 18 í Ólafsvík, gamli sparisjóðurinn og seinna kallað Helda var byggt 1920 og er líklega eitt elsta stein- steypta húsið í Ólafsvík. f húsinu eru 2 samliggjandi svefnherbergi, lítil stofa og eldhús, undir húsinu er kjallari. Eg fæddist 16. janúar 1951 og ólst upp í þessu húsi til 14 ára aldurs. Foreldrar mínir Egill Guðmundsson og Guðlaug Sveinsdóttir keyptu húsið af Helga Sal og fluttu í það í nóv. 1955. Þá gekk mamma með 5. barnið, Sigga sem fæddist svo 15. maí 1956, en við erum 10 systkinin. Eg fæddist í Reykjavík, Svenni bróðir fæddist á Lækjarhvoli hér í Ólafsvík hjá ömmu okkar og afa Agústu og Guðmundi. Ella og Gvendur fæddust í Móabæ þar sem foreldrar oldtar hófu búskap, en það var pínulítið hús fyrir neðan Sandholt ca. nr. 8. Síðan fæddust eins og áður sagði Siggi í Heklu og þar á eftir í því húsi Bubba, Gústi, Hólmar, Silla og Agla, sem fæddist í sept. 1965. Við fluttum svo fyrir jólin það ár í raðhús að Vallholti 9 og ólumst öll þar upp. í gamla húsinu okkar var auð- vitað mjög þröngt. í litla herberg- inu sem er ca. 12 fm. voru 2 kojur Eftir Eygló Egilsdóttur og eitt rúm. Við Ella sváfum sam- an í koju og Gvendur og Siggi saman. Gugga á Mosfelli og Inga danska Frammi í hjónaherberginu var eitt barnarúm og venjuleg barnakarfa svo sváfu alltaf eitt - tvö börn uppí hjá mömmu og pabba. Mamma var heimavinn- andi eins og gefur að skilja með svo stórt heimili og vinnutími hennar jafnan langur. Ég var mjög snemma farin að hjálpa til á heim- ilinu við að passa yngri systkini og vaska upp og veit að það var mikil hjálp í því. Ég á mjög góðar minningar frá þessum 10 árum sem við bjuggum í þessu húsi. Þá var ekki komið sjónvarp en við hlustuðum á barnatímana, lög unga fólksins á þriðjudögum og alla óskalagaþætti. Ekki má gleyma leikritunum á fimmtu- dagslcvöldum sem byrjuðu eklci fyrr en sinfóníutónleikarnir voru búnir, en það var oft erfitt að bíða eftir því. Foreldrar mínir voru kringum þrítugt á þessum árum og áttu marga góða vini, ungt fólk sem var að slá sér upp og komu vin- konur mömmu með kærastana í heimsókn á kvöldin. Það var óskaplega gaman að fá að vera vakandi og hlusta á þetta skemmtilega fólk tala saman. Gugga á Mosfelli kom oft eftir há- degið með prjónana sína og Inga danska kom alltaf á sunnudögum til að spila. Á föstudagskvöldum komu vinkonur mömmu og settu í hverja aðra rúllur og permanett. Þá kom upp sú hugmynd að þær greiddu 100 krónur hver í sjóð í hvert sinn og leggðu til við stofn- un leikskóla sem kvenfélagið sá um. Haltu kjafti brjóstsykur Á vorin fóru bátarnir sumar- langt til síldveiða austur á firði. Þegar svo pabbi var væntanlegur heim á haustin biðum við eldri krakkarnir og vöktum fram á nótt eftir honum. Það var mikil eftir- vænting. Ég var mikið hjá ömmu minni í Brekkuhúsi og svaf oft hjá henni fram að fermingu og á mjög góðar endurminningar frá þeim tíma. Hún kom stundum og sótti mig og leiddi í myrkrinu yfir Skálholtstúnið með olíulukt sem lýsti okkur. Ég man líka eftir mörgu af gamla fólk- inu hérna af því að ég var svo mikið hjá • henni og fékk að fara með í heimsóknir til þeirra.. Ég smakkaði t.d.. blóðpönnukökur hjá Fönnu gömlu í Mýrarhúsum og þótti góðar. Svo kom ég oft í Kaupfélag Ólafsvík- ur sem var þar sem litli salurinn er á Hótel Höfða en þá var gengið inn á horni hússins og amma gaf mér haltu kjafti í korter (brjóstsykur). Langistígurinn alveg fyrir okkur Ég held að við krakkarnir höf- um borið virðingu fyrir gamla fólkinu í þá daga. Hún Jóka í Bif- röst gaf okkur alltaf smá nammi fyrir að gera við girðinguna henn- ar hversu ómerkilegt sem það var. Griindarbraut 18, Hekla. Mynd: PSJ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.