Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Page 4

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Page 4
ÁVARP BIRGIR ÍSL. GUNNARSSON BORGARSTJÓRI: Þótt Reykjavík sé ekki stórborg á alþjóðlegan mœlikvarða, verður nú þegar vart ýmissa einkenna, sem við köllum stórborgarvandamál. Að visu er það i smáum stil, sem betur fer, en nægilega mikið samt til að vera á verði. Eitt af þeim ráðum, sem beitt er gegn hinum óhollu stórborgaráhrifum, er að skapa borgarbúum athvarf, þar sem þeir geti leitað á vit náttúrunnar i fögru umhverfi. Ýmist á grœnum svœðum innan borganna sjálfra eða í óspilltri náttúru utan borgarmarkanna. Skilningur á mikilvœgi útivistarsvœðanna vex ár frá ári. Okkur, sem nú berum ábyrgð á stjórn borgarmála, finnst það þvi mikil framsýni, að þegar á árinu 1935 skuli hafa komið fram hugmynd um að gera svœðið, sem síðar var kallað Heiðmörk, að útivistar- svœði fyrir borgarbúa, og að þvi skyldi hafa verið hrint i framkvcemd það snemma, að nú eru 25 ár liðin frá vigslu Heiðmerkur. Það voru skógreektarmenn i landinu, sem gerðu friðun Heiðmerkur að baráttumáli sinu, og Skógrœktarfélag Reykjavikur hefur haft alla umsjón ogframkvœmdir i Heiðmörk samkvœmt sérstökum samningi „um friðun og rœktun Heiðmerkur“, sem gerður var árið 1950 milli bœjarstjórnar Reykjavikur og Skógrœktarfélagsins. í rœktunarstarfinu hefur áhugi og atorka hugsjónamannanna i skógrcektarmálum vís- að veginn, en borgaryfirvöld hafa með fjárframlögum stutt við bak áhugamannanna. Slik samvinna er til fyrirmyndar og tryggir oftast betri árangur, en ef hið opinbera sjálft hefur allt í sinum höndum. Reykjavikurborg þakkar nú þetta samstarf, en borgarbúar munu njóta árangurs þess um ókomin ár. Heiðmörk er nú þegar orðin vinscell útivistarstaður, enda stutt að fara og lands- lag fagurt og fjölbreytilegt. Hið friðaða svœði. innan girðingar er nú 2500 ha., sem er snöggtum stœrra en Reykjavikursvœðið vestan Elliðaáa, sem mcclist rúmlega 2000 ha. Með aukningu vegakerfisins innan Heiðmerkur eru nú að opnast svceði, sem mörgum eru ókunn, og eiga án vafa eftir að verða jafnvinsœl og þau svceði, sem nú eru i góðum tengslum við vegakerfi Heiðmerkur. „Friðland Reykvilúnga“ var svccðið kallað i bceklingi, er Skógrœktarfélag íslands gaf út árið 1941 til að vekja athygli á málinu. Það er ósk mín nú á þessum tímamótum, að það reynist orð að sönnu og að Reykvikingar og aðrir landsmenn megi um ókomin ár scekja frið og unað í Heiðmörk.

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.