Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Qupperneq 5
GUÐMUNDUR MARTEINSSON:
Skógrækt og skyld
/. AÐDRAGANDI
Hugmyndin um útivistarsvæði fyrir Reyk-
víkinga á þeim slóðum, sem síðar hlutu nafnið
Heiðmörk, mun fyrst hafa komið fram á
prenti í ársriti Skógræktarfélags íslands árið
1936, í grein eftir Hákon Bjarnason, er nefnist
„Frá ferðum mínum sumarið 1935“.
Hákon tók við embætti skógræktarstjóra 1.
mars það ár, og ferðaðist á hestum þá um sum-
arið um gjörvallt landið í byggð.
Um miðjan júní brá hann sér 1 skoðunarferð
í nágrenni Reykjavíkur, og segir svo í um-
ræddri grein:
„Hinn 16. júní reið ég upp fyrir Elliðavatn
til þess að skoða þær kjarrleifar, sem enn
eru utulir svonefndum Hjöllum og Löngu-
brekkum. Þarna er töluvert af kjarri, en ekki
er það mjög hávaxið. Sumstaðar var það jró
mannhæð og mjög þétt. Að því er séð verð-
ur, hefur skógurinn tekið allmiklum fram-
förum á síðustu árum, og mun það aðal-
lega því að þakka, að fjárbeit hefur mikið
lagst niður á næstu bæjum. Kjarrið er mjög
að breiðast út um hraunið, sem liggur fyr-
ir austan brekkurnar, og er aðeins tíma-
spurning hvenær það verður mestallt skógi
vaxið . . . En frá Hjöllunum og alveg suður
undir ICleifarvatn eru smá kjarrskikar og
sumstaðar jafnvel allvíðlend skóglendi.
Dag jrann, er ég var jrarna, var skógurinn
nýsprunginn út, ljósgrænn á lit, en sólin
hellti ylgeislum vorsins yfir landið. Var ein-
kennilega fagurt um að litast þarna efra.
Reykjavík og Hafnarfjörður munu vera
aðaleigendur þessa landssvæðis, og væri vel,
ef bæjarstjórnir þessara bæja sæju sér fært að
gera einhverjar ráðstafanir til þess að vernda
þessar skógarleifar, og reyna að koma þeim
á legg. Væri mikill. fengur fyrir íbúa bæjanna
að geta skroppið um helgar í fagurt skóg-
störf á Heiðmörk
lendi án þess að þurfa að verja til þess of
miklum tíma og peningum . ..“
Tveim árum seinna, haustið 1938, var hug-
myndin um útivistarsvæði Reykvíkinga austan-
vert og sunnanvert við Elliðavatn, á landspild-
um jarðanna Hólms, Elliðavatns og Vatns-
enda, sett fram í erindi, er stjórn Skógræktar-
félags íslands, undir forystu Árna G. Eylands,
sendi bæjarráði Reykjavíkur. Er þar m. a.
komist svo að orði:
Segja má, að fyrirætlun um friðun Elliða-
vatnslands, ásantt hluta af I-fólmshrauni, sé góð
fyrirœtlun og mynclarleg, en að friðun og
skipulögð notkun Elliðavatnslands, Hólms-
hrauns og Vatnsendalands, til almenningsgagns,
sé glœsileg fyrirœtlun og fullkomin.
1 erindinu er bent á ýmsa þá kosti, sem
svæði þetta'býr yfir, og hvernig megi færa sér
þá í nyt, en í lokin segir á þessa leið:
„Þungamiðja málsins — Þjóðgarður
Reykjavikur við Elliðavatn — er auðvitað,
að því leyti, er nær til Skógræktarfélags Is-
lands, sem leyfir sér að senda Bæjarráði
Reykjavíkur þetta erindi, verndun sliógar-
leifanna i nágrenni Elliðavatns og endur-
reisn skóganna á hinu umrœdda svceði.
Máli jressu var vel tekið, 'bæði af bæjarráði
og í dagblöðum, en dráttur varð á framkvæmd-
um, og átti heimsstyrjöldin, sem hófst 1939,
sinn þátt í þvf.
En stjórn Skógræktarfélags Islands fylgdi
málinu eftir. Árið 1941 gaf Skógræktarfélag
íslands út bækling, sem bar heitið FRIÐ-
LAND REYKVÍKINGA OFAN ELLIÐA-
VATNS, þar sem hvatt er til þess að fá um-
rætt landssvæði friðað og gert að útivistar-
svæði fyrir almenning, og skýrt frá frumkvæði
Skógræktarfélagsins að ]>ví málefni. f bæklingi
þessum er ýmis fróðleikur um þetta landssvæði
ásamt yfirlitskorti.
Rætt var um það manna á meðal, að þörf
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975
3