Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Qupperneq 6

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Qupperneq 6
væri á því að gefa hinu fyrirhugaða friðlandi sérstakt nafn, og um það leyti, sem bæklingur- inn var fullprentaður, gerði Sigurður Nordal prófessor, sem oft hafði lagt leið sína um þessar slóðir, tillögu um að friðlandið skyldi kallað HEIÐMÖRK, og hlaut það þegar í stáð almenna viðurkenningu. Var það síðan prentað á bæklinginn með rauðu letri. Jafnframt því sem bæklingur var gefinn út var hafist handa um að safna fé með frjálsum samskotum, meðal einstaklinga og fyrirtækja í Reykjavík, og skyldi fénu varið til kaupa á girðingarefni. Meðal þeirra einstaklinga, sem leitað var til, var Arni B. Björnsson gullsmið- ur, og lagði hann fram álitlega upphæð, en Jiegar liann sá samskotalistann, fannst honum, eins og stjórninni, samskotin ganga alltof treg- lega, miðað við jafn þarflegt málefni. Hann bauð aðstoð sína við að safna í sjóðinn, og var því tekið með þökkum. Komst samskotaféð eft- ir það á skömmum tíma upp undir 30 þúsund krónur, sem miðað við núverandi verðlag myndi nema nokkrum milljónum. Girðingarefni var keypt, gaddavír og staurar, og vorið 1944 var það afhent bæjarstjórn Reykjavíkur. í októbermánuði 1946 var gerð sú breyting á skipulagi skógræktarfélagsskaparins í land- inu, að Skógræktarfélag íslands var gert að sambandi skógræktarfélaga, sem stofnuð höfðu verið og stofnuð yrðu í ýmsum héruðum lands- ins. Jafnframt var stofnað Skógræktarfélag Reykjavíkur (og Skógræktarfélag Hafnarfjarð- ar). Og Skógræktarfélag Reykjavíkur fékk í vöggugjöf, svo að segja þau viðfangsefni, sem Skógræktarfélag fslands hafði með höndum í Reykjavík og nágrenni, þ.e. Fossvogsstöðina og Rauðavatnsstöðina, og það kom eðlilega í hlut þess einnig að beita sér fyrir friðun Heið- merkur. Þann 6. mars 1947 bar borgarstjórinn, Gunn- ar Thoroddsen, fram á bæjarstjórnarfundi til- lögu um að bæjarráði og borgarstjóra skyldi falið að leita samninga við landeigendur um kaup á því landi, sem fyrirhugað væri að yrði útivistarsvæði Reykvíkinga, Heiðmörk, og þeg- ar bærinn hefði fengið umráð þessara landa, skyldi girt, og áætlun gerð um framkvæmdir á Heiðmörk og afnot hennar, í samráði við Skógræktarfélag Reykjavíkur. T'baga þessi 4 var samþykkt með samhljóða atkvæðum. í fram- haldi af þessu var árið 1948 Skógræktarfélagi Reykjavíkur falið að girða landið. Girðingarefni var fyrir hendi að mestu leyti, og í ársbyrjun 1948 hafði Skógræktarfélagið ráðið í þjónustu sína framkvæmdastjóra, Einar G. E. Sæmundsen, afburða duglegan mann og hagsýnan, og hafði hann á hendi verkstjórn við girðingaframkvæmdirnar, sem hófust síðari hluta sumars 1948. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður og óhagstæða veðráttu var verkinu lokið um miðjan desem- ber. Girðingin umlukti hluta úr Hólmslandi, Elliðavatnslandi og Vatnsendalandi, svo sem hún gerir enn í dag, en að suðvestanverðu var girt á landamerkjum Vatnsenda annars- vegar og hinsvegar Vífilsstaða og afréttarlands Garðahrepps. Stærð hins afgirta svæðis var 1350 ha. Mikilvægum áfanga náð. Heiðmörk friðuð. II. FYRSTA GRÓÐURSETNINGIN Nú var ekkert því til fyrirstöðu að hefja gróðursetningu. Að vísu var ennjsá enginn akvegur kominn inn á hið friðaða svæði, og því síður um svæðið. En vorið 1949 hófst skóg- rækt á Heiðmörk. Starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur gróðursettu um 5000 plöntur, skógarfuru, rauðgreni og sitkagreni. Sitkagrenið var 'gróðursett í holti nokkru, sem eftir það hlaut nafnið Undanfari, og er þar nú kominn fallegur skógarlundur, stærstu trén rúmlega 4 m á hæð, sem sést orðið vel frá veginum, sem liggur upp í gegnum Elliðavatnsheiðina, Heið- arveg. III. UNDIRBÚNINGUR UNDIR SKIPU- LAGÐA SKÓGRÆKT Á HEIÐMÖRK Síðari hluta vetrar 1950 fóru fram umræður milli ráðamanna Reykjavíkurbæjar og stjórnar Skógræktarfélags Reykjavíkur um það, hvernig haga skyldi umsjón með hinu friðaða landssvæði og væntanlegum framkvæmdum, einkum skóg- rækt. Og 3. mars 1950 var undirritaður samn- ingur milli bæjarstjórnar Reykjavíkur og Skógræktarfélags Reykjavíkur „um friðun og ræktun Heiðmerkur". Með þeim samningi er Skógræktarfélagi Reykjavíkur falin öll um- ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.