Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Side 7
Úr jaðri Undanfara. Ljósm.: Stefán Nikulásson 1974.
sjón og framkvæmdir á HeiSmörk. Þá er þess
getið í samningnum, að Heiðmörk skuli opin
öllum almenningi og öllum frjálst að dvelja þar,
gegn því, að þeir hlíti þeim reglum, sem settar
yrðu um umgengni og umferð.
Um leið og þessi samningur milli bæjar-
stjórnar Reykjavíkur og Skógræktarfélags
Reykjavíkur var gerður, gaf Skógræktarfélag
Reykjavíkur út „Reglur um landnám og skóg-
rækt á Heiðmörk“.
Megininntak þeirra reglna eru ákvæði um
úthlutun á spildum til einstakra félaga, stofnana
og starfsmannahópa í Reykjavík, gegn því, að
þessir aðilar, landnemar, skuldbindi sig til að
gróðursetja trjáplöntur, græða land og hirða,
samkvæmt fyrirmælum Skógræktarfélagsins.
IV. „LANDNEMAR A HEIfíMÖRK"
HEFJA SKÓGRÆKT
Þegar lokið var samningsgerð milli bæjar-
stjórnar Reykjavíkur og Skógræktarfélags
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFF.LAGS ÍSLANDS 1975
Reykjavikur og gefnar höfðu verið út „Reglur
um landnám og skógrækt", lét stjórn Skóg-
ræktarfélagsins boð út ganga á þá leið, að að-
ilar, sem um ræðir í reglunum, mættu sækja um
spildur til „landnáms og skógræktar á Heið-
mörk“.
Reyndist vera mikill áhugi fyrir þessu mál-
efni hjá ýmsum félögum, og þegar á fyrsta
vori, árið 1950, var úthlutað spildum til 29
félaga. Flestar voru spildurnar um 5 ha að
stærð, en einstaka spildur stærri. Og það var
hafist handa. Skógræktarfélagið úthlutaði
plöntum til hinna ýmsu félaga (starfshópa).
Flestir fengu starfshóparnir úthlutað 1500
plöntum, en nokkrir fengu stærri skammt.
Plöntuframleiðsla félagsins (í Fossvogsstöð-
inni) var skiljanlega enn af skornum skammti,
bæði tegundafjöldi og heildarmagn, en þetta
fyrsta vor almennrar þátttöku landnema á
Heiðmiirk, var þó úthlutað rúmlega 50 þús-
und plöntum, þar af voru um 44 þúsund
plöntur upp aldar í Fossvogsstöðinni. Megnið
af því var skógarfura (pinus silvestris), tveggja
5