Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Side 12
fjarlægum slóðum, einkum norðlægum, og verð-
ur því vafalaust haldið áfram.
VIII. REYNSLA AF MISM UNANDI
TRJÁTEGUNDUM Á HEIÐMÖRK
í ALDARFJÓRÐUNG
Það var þegar í upphafi stefnt að því að
prófa á Heiðmörk ræktun á sem flestum af
þeim trjátegundum, sem líklegt var talið að
gætu þrifist á þessum slóðum, og raunar heldur
fleiri tegundum en færri. Skógrækt á Heiðmörk
skyldi þannig vera í og með tilraunir í hag-
nýtri skógrækt í þessum landshluta.
Töflur 1 og 2 sýna, að allmargar trjátegund-
ir hafa verið prófaðar, alls milli 20 og 30.
Fræðimenn á sviði skógræktar, ekki síst er-
lendir (norskir), töldu að ýmis svæði á Heið-
mörk myndu henta vel til ræktunar á furu, og
um það leyti, sem hafin var skógrækt á Heið-
mörk var tiltölulega mikið gróðursett á ýmsum
stöðum á landinu af skógarfuru (pinus sil-
vestris, á ensku scotch pine), ýmist pföntur
fluttar inn frá Noregi eða plöntur aldar upp af
norsku furufræi. Hið sama gerðist á Heiðmörk
fyrstu árin. Furan á Heiðmörk óx og dafnaði
sæmilega í nokkur ár, en ekki leið á löngu
uns þess fór að verða vart, að fíngerðir hvítir
vefir og flekkir fóru að myndast á stofni og
greinum furunnar. Furan varð grálúsug og
furulúsin reið smámsaman furuplöntunum að
fullu. Þetta gerðist ekki aðeins á Heiðmörk,
heldur hvarvetna á landinu Jíar sem skógarfura
var gróðursett. Eftir rúman áratug var hrein-
lega gefist upp á þessari trjátegund. Varð þetta
dýrkeypt reynsla, því að á þessu tímabili
höfðu verið gróðursettar hátt á fjórða hundr-
að þúsund furuplöntur á Heiðmörk, allar
dauðans matur.
Töluvert hefur verið gróðursett af lerki
(farix). Það er barrtré, sem fellir liarrið á
haustin, og er þessi trjátegund stundum kölluð
barrfellir. Hún klæðist nýju fagurgrænu barri
snemma vors, en hættir við toppkali, og vaxtar-
skilyrði hér um slóðir fyrir Jressa trjátegund
virðast að fenginni reynslu vera allt önnur og
lakari en austanlands (á Fljótsdalshéraði) og
norðan.
Sú trjátegund, sem mest hefur verið gróður-
10
sett af á Heiðmörk og með einna bestum
árangri, er sitkagreni (picea sitchensis). Má
allvíða á Heiðmörk sjá vöxtuleg sitkagrenitré
og jafnvel samfellda sitkagrenilundi í öruggum
vexti að því er virðist. Plöntur aldar upp
af fræi frá Hómer og Cordova í Alaska virðast
hafa reynst þroskavænlegri en sitkagreniplönt-
ur ættaðar frá öðrum slóðum, sem fræ hef-
ur fengist frá. En })að hefur reynst illa að
gróðursetja sitkagreni í mjög ófrjóan jarðveg.
Þá vex það ekki, en rétt dregur fram lífið.
Á tímabilinu frá 1953 til 1967 var gróður-
sett töluvert af hvítgreni (picea glauca) og
sitkabastarði (sitka-hvítgreni), en þessar teg-
undir hafa ekki jafnast á við sitkagreni að því
er varðar vöxt og veðurþolni.
Allmikið hefur verið gróðursett af rauðgreni
eða norsku greni (picea abies, á ensku Norway
spruce). Það gerir greinilega meiri kröfur til
jarðvegs en sitkagreni, og hefur vaxið mun
hægar en það. En auk þess liefur komið í ljós,
að þegar rauðgreni á Heiðmörk er komið nokk-
uð á legg, ber á því, að greinar þess og toppur
þorna og visna. Það skortir áberandi vind-
þolni á við sitkagrenið. Hefur því verið að mestu
leyti hætt að gróðursetja rauðgreni á Heiðmörk
síðan 1970. En þegar skógur hefur myndað skjól
á Heiðmörk og frjósemi jarðvegs aukist, batna
vaxtarskilyrði fyrir rauðgreni.
Á árunum 1956 til 1963 voru gróðursettar
um 80 þúsund blágreniplöntur (picea engel-
manni) á Heiðmörk. Blágrenið er fagurt tré,
en vöxtur þess á Heiðmörk hefur fram til þessa
verið hægur.
Af bergfuru og fjallafuru (pinus mugo),
einkum bergfuru, hefur á hverju ári allt frá
árinu 1953 verið gróðursett töluvert magn, alls
yfir hálf milljón plöntur. Þessar tegundir eru
mjög nægjusamar um jarðveg, og hafa yfirleitt
verið gróðursettar í ófrjóan jarðveg, þar sem
vonlítið eða vonlaust hefði verið að gróður-
setja þurftarfrekari tegundir. Fjallafuran er
margstofna og myndar kjarr fremur en skóg, en
bergfuran er yfirleitt einstofna.
Upp úr 1950 bættist íslensku gróðurríki trjá-
tegund, sem lofar góðu um að farnast vel í sínu
nýja umhverfi, en það er furutegund, sem á
íslensku hefur hlotið lieitið stafafura (pinus
contorta, á ensku lodge pole pine).
I fræsöfnunarferðinni, sem farin var til
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975