Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Qupperneq 12

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Qupperneq 12
fjarlægum slóðum, einkum norðlægum, og verð- ur því vafalaust haldið áfram. VIII. REYNSLA AF MISM UNANDI TRJÁTEGUNDUM Á HEIÐMÖRK í ALDARFJÓRÐUNG Það var þegar í upphafi stefnt að því að prófa á Heiðmörk ræktun á sem flestum af þeim trjátegundum, sem líklegt var talið að gætu þrifist á þessum slóðum, og raunar heldur fleiri tegundum en færri. Skógrækt á Heiðmörk skyldi þannig vera í og með tilraunir í hag- nýtri skógrækt í þessum landshluta. Töflur 1 og 2 sýna, að allmargar trjátegund- ir hafa verið prófaðar, alls milli 20 og 30. Fræðimenn á sviði skógræktar, ekki síst er- lendir (norskir), töldu að ýmis svæði á Heið- mörk myndu henta vel til ræktunar á furu, og um það leyti, sem hafin var skógrækt á Heið- mörk var tiltölulega mikið gróðursett á ýmsum stöðum á landinu af skógarfuru (pinus sil- vestris, á ensku scotch pine), ýmist pföntur fluttar inn frá Noregi eða plöntur aldar upp af norsku furufræi. Hið sama gerðist á Heiðmörk fyrstu árin. Furan á Heiðmörk óx og dafnaði sæmilega í nokkur ár, en ekki leið á löngu uns þess fór að verða vart, að fíngerðir hvítir vefir og flekkir fóru að myndast á stofni og greinum furunnar. Furan varð grálúsug og furulúsin reið smámsaman furuplöntunum að fullu. Þetta gerðist ekki aðeins á Heiðmörk, heldur hvarvetna á landinu Jíar sem skógarfura var gróðursett. Eftir rúman áratug var hrein- lega gefist upp á þessari trjátegund. Varð þetta dýrkeypt reynsla, því að á þessu tímabili höfðu verið gróðursettar hátt á fjórða hundr- að þúsund furuplöntur á Heiðmörk, allar dauðans matur. Töluvert hefur verið gróðursett af lerki (farix). Það er barrtré, sem fellir liarrið á haustin, og er þessi trjátegund stundum kölluð barrfellir. Hún klæðist nýju fagurgrænu barri snemma vors, en hættir við toppkali, og vaxtar- skilyrði hér um slóðir fyrir Jressa trjátegund virðast að fenginni reynslu vera allt önnur og lakari en austanlands (á Fljótsdalshéraði) og norðan. Sú trjátegund, sem mest hefur verið gróður- 10 sett af á Heiðmörk og með einna bestum árangri, er sitkagreni (picea sitchensis). Má allvíða á Heiðmörk sjá vöxtuleg sitkagrenitré og jafnvel samfellda sitkagrenilundi í öruggum vexti að því er virðist. Plöntur aldar upp af fræi frá Hómer og Cordova í Alaska virðast hafa reynst þroskavænlegri en sitkagreniplönt- ur ættaðar frá öðrum slóðum, sem fræ hef- ur fengist frá. En })að hefur reynst illa að gróðursetja sitkagreni í mjög ófrjóan jarðveg. Þá vex það ekki, en rétt dregur fram lífið. Á tímabilinu frá 1953 til 1967 var gróður- sett töluvert af hvítgreni (picea glauca) og sitkabastarði (sitka-hvítgreni), en þessar teg- undir hafa ekki jafnast á við sitkagreni að því er varðar vöxt og veðurþolni. Allmikið hefur verið gróðursett af rauðgreni eða norsku greni (picea abies, á ensku Norway spruce). Það gerir greinilega meiri kröfur til jarðvegs en sitkagreni, og hefur vaxið mun hægar en það. En auk þess liefur komið í ljós, að þegar rauðgreni á Heiðmörk er komið nokk- uð á legg, ber á því, að greinar þess og toppur þorna og visna. Það skortir áberandi vind- þolni á við sitkagrenið. Hefur því verið að mestu leyti hætt að gróðursetja rauðgreni á Heiðmörk síðan 1970. En þegar skógur hefur myndað skjól á Heiðmörk og frjósemi jarðvegs aukist, batna vaxtarskilyrði fyrir rauðgreni. Á árunum 1956 til 1963 voru gróðursettar um 80 þúsund blágreniplöntur (picea engel- manni) á Heiðmörk. Blágrenið er fagurt tré, en vöxtur þess á Heiðmörk hefur fram til þessa verið hægur. Af bergfuru og fjallafuru (pinus mugo), einkum bergfuru, hefur á hverju ári allt frá árinu 1953 verið gróðursett töluvert magn, alls yfir hálf milljón plöntur. Þessar tegundir eru mjög nægjusamar um jarðveg, og hafa yfirleitt verið gróðursettar í ófrjóan jarðveg, þar sem vonlítið eða vonlaust hefði verið að gróður- setja þurftarfrekari tegundir. Fjallafuran er margstofna og myndar kjarr fremur en skóg, en bergfuran er yfirleitt einstofna. Upp úr 1950 bættist íslensku gróðurríki trjá- tegund, sem lofar góðu um að farnast vel í sínu nýja umhverfi, en það er furutegund, sem á íslensku hefur hlotið lieitið stafafura (pinus contorta, á ensku lodge pole pine). I fræsöfnunarferðinni, sem farin var til ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.