Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Side 13

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Side 13
Alaska 1950, var safnað smávegis af fræi þessarar trjátegundar, og í næstu fræsöfnunar- ferð, sem farin var sumarið 1953, var safnað all- miklu stafafurufræi, og hefur verið lögð áhersla á öflun þess æ síðan. Stafafura var gróðursett á Heiðmörk í fyrsta sinn vorið 1956, og síðan óslitið á hverju ári, misjafnlega mikið, og hefur reynslan af stafa- furu á Heiðmörk fram að þessu verið mjög góð. Til dæmis um það má geta þess, að vorið 1958 var gróðursett hlið við hlið í næstum gróður- snauða mela sunnan undir Vífilsstaðahlíð stafafura og bergfura, og hefur vöxtur stafa- furunnar á þessum stað verið öllu meiri en vöxtur bergfurunnar. Furulúsin sækir lítt á stafafuruna og virðist ekki vinna henni veru- legt mein. Eins og skýrt er frá í upphafi Jsessa rits, voru, áður en Heiðmörk var friðuð, ltirkikjarr- leifar undir Hjöllum og í Löngubrekkum, en einnig á öðrum stöðum, í Elliðavatnsheiði, í Hólmshrauni, i Skógarhlíðum og víðar. Eftir aldarfjórðungsfriðun hefur birkikjarrið teygt úr sér, og einnig breiðst nokkuð út. Yfirleitt hef- ur birkið þó eftir sem áður einkenni kjarrs fremur en skógar, þéttvaxnir runnar, en lítið, enn sem komið er, um veruleg skógartré. Þó má finna á stöku stað einstök fallega vaxin tré, sem orðin eru 4—5 metra há. En á hverju ári allt frá 1950 hefur verið gróðursett birki á Heiðmörk, meira og minna. Er það alið upp í gróðrarstöð Skógræktarfé- lags Reykjavíkur í Fossvogi, að mestu eða öllu leyti af fræi ættuðu úr Bæjarstaðaskógi. Birkið hefur verið gróðursett á mismunandi stöðum í allskonar jarðveg, og hefur vöxtur þess og þrif eðlilega farið mjög eftir aðbúnaði og að- stæðum. í töflu 2 hér á undan eru skráðar nokkrar trjátegundir, sem gróðursettar liafa verið á Fleiðmörk í tilraunaskyni og fyrir forvitnis- sakir, og er í flestum tilvikum um að ræða tilraunir, sem of snemmt er að segja um reynslu af. IX. LANDGRÆÐSLA A ýmsum svæðum á Heiðmörk eru gróður- snauðir og gróðurlitlir melar. Forystumenn Skógræktarfélags Reykjavíkur hafa frá þvi að Heiðmörk var friðuð talið æskilegt að stefna að því, að þessi örfoka gróðurvana svæði verði smám saman jtakin gróðri, jafnvel skógar- gróðri, er tímar líða. Algjör friðun Heiðmerkur fyrir ágangi bú- fjár hefur í för með sér sjálfgræðslu, sem þó er mjög seinvirk. Fyrsta viðleitni til uppgræðslu gróðurvana mela með áburðargjöf var í jrví fólgin, að árin 1964 og 1965 var dreift til- búnum áburði úr flugvél Sandgræðslunnar á mela meðfram Hjallabraut í námunda við Háamel. Gisnir gras- og blómatoppar voru hér og j)ar á þessum melum, og áburðargjöfin bar undraverðan árangur. Samfelldur gróður, að vísu fremur gisinn, jaakd melana. Sumstaðar var borið á tvö sumur í röð, og varð árangurinn þar ennjrá betri. Auk trjátegunda, sem sóttar hafa verið til Alaska og skýrt er frá í kaflanum hér á undan, hefur verið sótt þangað blómjurt, sem hefur Jjað til síns ágætis, að geta vaxið á gróður- snauðum söndum og melum, og unnið úr loftinu köfnunarefni sjálfri sér til viður- væris og til auðgunar hinum gróðursnauða sandi eða mel, sem jurtin vex í. Er hér átt við belgjurtina Alaskalúpínu (lupinus nootkatens- is)- I starfsskýrslum Skógræktarfélags Reykjavík- ur er þess getið í fyrsta sinn árið 1959, að Alaskalúpína hafi verið gróðursett á Heið- mörk, og því er lialdið áfram næstu ár j)ar á eftir. Alaskalúpínan skrýðist snemma sumars blá- um blómum. Þegar blómafræin eru orðin þroskuð, springa fræhylkin (skálparnir) og fræ- in þeytast víðsvegar út frá plöntunni og spíra næsta ár og mynda nýjar plöntur. Er lífs- og landvinningakraftur þessarar jurtar næsta undraverður. Nú má sjá á ýmsum stöðum á Heiðmörk breiður af Alaskalúpínu, sem skartar sínu feg- ursta blómaskrúði í júnímánuði, og það sem eftir er sumarsins gefur að líta hvanngrænar breiður þar sem áður blöstu við gráir melar. A hverju ári er safnað fræi af Alaskalúpín- unni á Heiðmörk, og j>ví síðan dreift á nýja staði (mela). Þá hefur einnig á seinni árum verið dreift á gróðurvana mela áburði sem Landvernd hefur látið félaginu í té. ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975 11

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.