Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Síða 14
Gróðursnauður melur á Heiðmörk (einn af mörgum). Ljósm.: Vilhjálmur Sigtryggsson 1974.
Vorið 1966 var gróðursett í beran mel í svo-
kölluðum Heimaás, rétt austan við túnið á
Elliðavatni birki og bergfura hvað innan um
annað, og borinn að hverri plöntu ríkulegur
skammtur af húsdýraáburði (hesthúshaug), og
síðan tilbúinn áburður á allan melinn. Með
þessu var hafin það sem kalla mætti hvort
tveggja í senn, landgræðsla og skógrækt. Mel-
urinn hefur síðan smám saman gróið upp, og
þarna á bersvæði hafa hinar harðgerðu trjá-
tegundir, birki og bergfura, vaxið og dafnað
furðanlega. Þessu hefur síðan verið haldið
áfram á hverju ári fram að þessu, og hafa þess-
ar trjátegundir nú verið gróðursettar með
sömu aðferð á víðáttumikil melasvæði alllangt
suðvestur með Hjallabraut. Þótt vandað sé til
þessarar gróðursetningar með ríflegri áburðar-
notkun, eru þessir melar illa til skógræktar
fallnir bæði sökum skorts á lífrænum jarðvegi
og sökum skjólleysis. Þess vegna hlýtur þetta að
teljast landgræðsla fremur en skógrækt.
X. TILHÖGUN VIÐ SKÓGRÆKTAR-
STÖRFIN
Eins og skýrt er frá í IV. kafla, var árið 1950
ýmsum félögum úthlutað spildum á Heiðmörk
til „landnáms og skógræktar". Næstu ár
bættust fleiri félög i hóp landnemanna, og urðu
þeir alls 53.
Fyrstu árin var gróðursetning á Heiðmörk að
verulegu leyti framkvæmd af landnemum undir
stjórn og leiðbeiningum starfsmanna Skógrækt-
arfélags Reykjavíkur.
En árið 1955 barst mikilvægur liðsauki við
gróðursetningarstarfið, þar sem voru unglingar,
14—15 ára stúlkur í Vinnuskóla Reykjavíkur. í
starfsskýrslu um Heiðmörk, sem flutt var á
aðalfundi Skógræktarfélagsins vorið 1956, er þess
getið, að stúlkur úr Vinnuskólanum hafi vorið
áður, 1955, sett mikið af plöntum í jörð, þótt
megináhersla hafi verið á það lögð að kenna
þeim gróðursetningarstarfið. í Heiðmerkur-
starfsskýrslu fyrir árið 1956 er þess getið, að
af rúmlega 100 þúsund plöntum, sem þá voru
12
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉI.AGS ÍSLANDS 1975