Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Page 18

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Page 18
Úr Vífilsstaðahlið. Ljósm.: Stefán Niltulásson 1974. til vegagerðar á Heiðmörk. Fyrir það fé var haustið 1949 og vorið 1950 lagður vegur frá vegi þeim, er liggur frá Elliðavatni að Jaðri, um hlið, sem gert var á Heiðmerkurgirðinguna, suður með Sauðás að vestan og upp eftir SElliðavatnsheiði, 2(4 km langur. Skógrækt- arfélagið annaðist vegalagninguna undir verk- stjórn framkvæmdastjórans, Einars G. E. Sæ- mundsen. Notuð var stór jarðýta við vegar- lagninguna. Varl vegarlagningu þessari lok- ið fyrir vígsluhátíðina 25. júní 1950, og veg- urinn þá tekinn í notkun. Næstu ár myndaðist smám saman vísir að vegakerfi á Heiðmörk. Vegurinn, sem lagður var haustið 1949 og vorið 1950, var brátt fram- lengdur upp eftir Elliðavatnsheiði, svo að hann náði alla leið upp í Skógarhlíðarkrika, og kallast þessi vegur nú Heiðarvegur. Því næst var lagður dálítill vegarspotti til suðvesturs út frá Heiðarvegi skammt fyrir suð- austan Sauðás, rétt fyrir neðan svokallaða Bröttubrekku, og annar vegarspotti var lagður nokkru ofar út frá Heiðarvegi til norðausturs, og náði hann fyrst um sinn að brún Hólms- hrauns. Með þessum vegum var fyrst og fremst bætt úr nauðsyn þess að geta flutt plöntur, áhöld og áburð að hinum ýmsu landnemaspildum án þess að þurfa að bera þessa hluti allt of langt. Þá var stefnt að því að geta ekið inn á Heiðmörk á fleiri stöðum en um hliðið milli Elliðavatns og Jaðars. Árið 1954 var lagður nýr vegarspotti frá heimreiðinni að Silungapolls- heimilinu til suðvesturs að Suðurá. Jafnframt var ruddur vegur (með stórri jarðýtu) yfir Hólmshraun og sett vandað hlið á Heiðmerk- urgirðinguna, og vorið 1955 var Suðurá brúuð. Var með þessum vegagerðarframkvæmdum opnuð ný leið inn á Heiðmörk frá þjóðvegin- um Austurvegi, skammt austan við Hólms- árbrú. Hinn nýi vegur, alla leið frá vega- mótum við Heiðarveg norður yfir Hólmshraun, hlaut nafnið Hraunslóð. Afleggjarinn frá Heiðarvegi suðaustan Sauð- áss til suðvesturs var smám saman fram- lengdur, og var árið 1956 kominn út á móts 16 ÁRSRXT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.