Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Side 21

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Side 21
Býlið Elliðavatn við samnefnt vatn. Ljósm.: Stefdn Nikulásson 1975. lofti, svo að úr varð snotur lítill fundarsalur, og um leið gestastofa. Vorið 1964 féll Sigurjón Ólafsson frá. Tók þá skömmu síðar við starfi umsjónarmanns á Heiðmörk og búsetu á Elliðavatni ásamt fjöl- skyldu sinni annar starfsmaður Skógræktar- félags Reykjavíkur, Reynir Sveinsson, og hefur það haldist óbreytt síðan. XV. VEÐURATHU GA NIR Þótt Heiðmörk sé aðeins í 10—15 km fjar- lægð frá Reykjavík, leynir það sér naumast þeim, sem kunnugir eru, að ekki er nákvæm- lega sama veðurfar á Heiðmerkursvæðinu og i Reykjavík. Úrkoma þar efra er tíðari og stórfelldari, og í haustrigningum í Reykjavík gránar stundum Heiðmörkin, en um hitastig að sumrinu var síður vitað. Það' var því talið æskilegt að fá veðurathug- unarstöð einhvers staðar miðsvæðis á Heiðmörk til mælinga á hitastigi og úrkomu frá vori til hausts. Árið 1957 hófst samvinna Skógræktarfélags Reykjavíkur og Veðurstofu Islands umþessimál. Veðurathugunarstöð var sett upp ofarlega í Elliðavatnsheiði í 136 m hæð yfir sjávarmáli eftir fyrirsögn Veðurstofunnar, sem lét í té hita- mæla og úrkomumæli og tilheyrandi búnað. Starfræksla veðurathugunarstöðvarinnar hófst 1. maí 1957. Hún er í því fólgin, að umsjón- armaður Heiðmerkur les á mæla stöðvarinn- ar og skráir álesturinn á hverjum degi klukk- an 9 árdegis frá 1. maí til 31. október, og skýrslur síðan sendar Veðurstofunni. Hefur þetta verið gert á hverju ári síðan. Skýrslurnar eru síðan birtar árlega í tímarit- inu „Veðráttan", sem er ársyfirlit Veðurstofu Islands. Úrkomumælingar á Heiðmörk hafa leitt í ljós, að á árabilinu 1957 til 1974 hefur meðal- úrkoma mánuðina maí — október verið um 95% umfram úrkomu 1 Reykjavík eða 698.5 mm á móti 358.9 mm í Reykjavík. (Með- ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975 19

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.