Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Side 22

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Side 22
alársúrkoma í Reykjavík telst vera 805 mm. Miðað við að hlutfall milli ársúrkomu í Reykjavík og á Heiðmörk sé hið sama og hlut- fallið á tímabilinu maí—október, er ársúr- koma á Heiðmörk 1570 mm. Til þess að gefa hugmynd um veðráttu (hita- stig) á Heiðmörk og til samanburðar í Reykja- vík, skulu settar hér í töfluformi upplýsingar um meðalhitastig, meðalhámarkshitastig og meðallágmarkshitastig maí—október á þessum tveimur stöðum á árabilinu 1957—1974. (Með- alhámarkshitastig er meðaltal hámarkshitastigs allra daga mánaðarins, og tilsvarandi gildir um meðallágmarkshitastig.) Meðalhitastig °C 1957-1974. maí júní júlí ág. sept. okt. Heiðmörk 6.5 8.7 10.2 9.5 7.1 4.2 Reykjavík 6.7 9.3 11.0 10.4 8.1 5.0 Meðalhámarkshitastig 0 C 1957- -1974. maí júní júlí ág- sept. okt. Heiðmörk 9.5 11.8 13.4 12.6 10.0 6.8 Reykjavík 10.1 12.0 13.6 13.2 10.6 7.9 Meðallágmarkshitastig ° C 1957- -1974. maí júní júlí ág- sept. okt. Heiðmörk 3.4 5.5 7.0 63 4.1 1.6 Reykjavík 4.7 7.0 8.6 8.0 5.8 3.1 Auk úrkomu og hitastigs hefur vindhraði og sólfar áhrif á vöxt trjáa og annars gróðurs, en um hvorugt þessara atriða liggja fyrir mæl- irtgar. 20 Veiðimenn í Elliðavatni, Rauðhólar i baksýn. Ljósm.: Stefán Nikulásson 1975. Talið er, að meðalhámarkshitastig sumar- mánuðina júní, júlí og ágúst hafi öllu meiri áhrif á trjávöxt en meðalhitasdg, og sýna töflurnar, að þótt meðalhitastig á Heiðmörk sé mun lægra en í Reykjavík, þá er meðalhá- markshitastig mánuðina júní, júlí og ágúst svipað á þessum stöðum, en þó aðeins lægra á Heiðmörk. Þó ber ósjaldan við að hærra hitastig sé á Heiðmörk en í Reykjavík. Til dæmis má geta þess, að hæsta hitastig sem mælst hefur á Heiðmörk síðan 1968 var 20.6°C og var það 11. sept. 1971. Sama dag mældist hæsta hitastig ársins í Reykjavík og var það meira en tveimur stigum lægra en á Heiðmörk eða 18.2°C. Hliðstætt þessu gerist að sjálfsögðu einnig á hlýjum dögum í júní, júlí og ágúst. X VI. VEIÐIFÉLA G - FISKIRÆIi T Þegar Skógræktarfélag Reykjavíkur hafði tekið við varðveislu Elliðavatns árið 1964 var stofnað Veiðifélag Elliðavatns. Að ósk borg- arráðs var framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur falið að standa að stofnun þess, ásamt skrifstofustjóra Rafmagnsveitu Reykja- víkur, og fóru þeir með umboð jarðanna Ell- iðavatns og Hólms. Var félagið stofnað í apríl með þátttöku allra jarðeigenda á vatna- svæðinu. Var strax í maíbyrjun komið á skipulegri ÁRSRIT SRÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.