Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Page 23

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Page 23
T orgeirsstadir. Ljósm.: Stefán Nikulásson 1975. sölu veiðileyfa í Elliðavatni. Fór salan fram á Elliðavatni og Vatnsenda. Áður var hin mesta óreiða á þessum málum, enda netaveiðar stundaðar af kappi í vatninu, og farið þar eftir fornum rétti, sem nú er fallinn úr gildi. Fiskirækt hófst í Elliðavatni haustið 1963, og haustið 1964 var sleppt 3000 laxaseiðum og 5000 bleikjuseiðum í vötn og ár á vatnasvæð- inu. Síðan hefur árlega verið sleppt í Elliða- vatn og í ár og vötn á vatnasvæðinu nokkrum þúsundum bleikjuseiða, og alls um 900 þús- undum laxaseiða. Árangur af fiskirækt í vatn- inu er talinn góður, en þó þykir veiði oft heldur treg, einkum um mitt sumarið. Veiðitíminn er frá 1. maí til 15. september, og renna tekjur af veiðileyfum Elliðavatns- megin til Heiðmerkur. Umsjón með veiði hefur umsjónarmaður Heiðmerkur á Elliðavatni. XVII. ÞORGEIRSSTAÐIR Með þeim fyrstu, sem sóttu um spildu til „landnáms og skógræktar" á Heiðmörk var ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975 Nordmannslaget í Reykjavík. Var því félagi útlilutað spildu ofarlega í Elliðavatnsheiði, og hafa félagar í Nordmannslaget verið ötulir við skógræktina. Norskur sendiherra á Islandi á árunum 1945 —1958 var Torgeir Anderssen-Rysst. Hann sýndi íslenskri skógrækt mikinn áhuga, ekki aðeins í orði, heldur einnig í verki, og var m.a. frumkvöðull að skiptiferðum skógræktarfólks milli Noregs og íslands, sem hófust árið 1949, og síðan hafa farið fram óslitið á þriggja ára fresti. Hann kom því til leiðar að Nordmannslaget i Reykjavík fékk frá Noregi tilsniðið efni í norskt bjálkahús, félaginu að kostnaðarlausu að undanskildum flutningskostnaði, og var bjálkahúsið reist árið 1951 í spildu félagsins í brún Hólmshrauns. (Önnur félög hafa ekki sótt um að reisa skála á spildum sínum, þótt í „reglum um landnám og skógrækt á Heiðmörk" sé gert ráð fyrir heimild til þess.) Húsinu var gefið nafn, Torgeirsstadir, og hefur Nordmannslaget ávallt lagt áherslu á að 21

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.