Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Page 24
Háspennuturn á Heiðmörk i 220 kílóvolta
Slraumsvikurlínu.
Ljósm.: Vilhjálmur Sigtryggsson 1974.
halda þvi vel við. Sómir húsið sér hið besta í
hinu hrjúfa landslagi.
Inni í húsinu er rúmgóður skáli, þar sem
húsbúnaður er í norskum stíl, eldhús og svefn-
skáli með nokkrum rúmum.
Fjölskyldur Norðmannafélagsins dvelja oft í
húsinu um helgar á sumrin, en stjórn Skóg-
ræktarfélags Reykjavíkur hefur einnig ósjaldan
komið þar saman til fundar eða sérstaks sam-
komuhalds, og notið þar húsaskjóls og hlýju, og
hefur við slík tækifæri stundum verið hús-
fyllir á Þorgeirsstöðum.
XVIII. HÁSPENNULÍNA UM ENDILANGA
HEIÐMÖRK
Búrfellsvirkjun var fullgerð árið 1968.
Spengilegir stálgrindarisar í einfaldri röð, tengd-
ir böndum, sem ekki mega rofna, fengu það
hlutverk að handlanga milli sín megnið af raf-
orkunni frá orkuverinu i Þjórsárdal allar
götur vestur undir Faxaflóa.
22
Á Hólmslieiði, skammt frá Geithálsi, er
viðkomustaður, svokölluð greinivirki, og þaðan
lögðu leið sína nokkrir fleiri samtengdir stál-
grindarisar skemmstu leið út til Straumsvíkur,
þar sem álverið var að rísa af grunni.
Þannig er það til komið, að yfir Heiðmörk-
inni endilangri, frá Gvendarbrunnum suður
fyrir Vífilsstaðahlíð, liggur tvöföld 220 þúsund
volta loftlína, sem haldið er uppi af 15 stál-
grindaturnum.
Það fór ekki hjá því, að lagning þessarar línu,
og þá einkum reising turnanna, hefði í för með
sér töluvert jarðrask og gróðurskemmdir. Einn-
ig olli umferð stórra flutningatækja nokkrum
skemmdum. En lögð hefur verið áhersla á að
græða eftir föngum þau sár á gróðurfeldinum,
sem þessi mannvirki óhjákvæmilega höfðu í
för með sér.
Sum þessara mannvirkja kunna e.t.v. síðar
meir að koma að gagni við áframhaldandi
skógrækt á Heiðmörk, og er þá ekki síst átt við
bráðabirgðaveginn, sem lagður var skáhallt um
Vífilsstaðahlíðina, en sá vegur þyrfti mikilla
endurbóta við til þess að verða nothæfur fyrir
almenna umferð.
XIX. ÚTSÝNISSTAÐUR - HRINGSJÁ
A mörgum stöðum á Heiðmörk er vítt og
fagurt um að litast. Einn slíkra staða er syðst
á Hjallabrún, ofan Sneiðinga, stuttan spöl frá
veginum, skammt frá þar sem mætast Fljallar
og Vífilsstaðahlíð.
Á þessum stað hefur nú verið reist varða, og
ofan á hana sett svokölluð hringsjá, kopar-
plata, sem grafin eru á örnefni og áttir. Gerði
Jón J. Víðis mælingamaður uppdrátt að
hringsjánni. Gerður hefur verið göngustígur
frá veginum að hringsjánni uppi á Hjalla-
brúninni.
XX. MINNISVARÐI
Einar G. E. Sæmundsen skógarvörður réðst
til Skógræktarfélags Reykjavíkur sem fram-
kvæmdastjóri í ársbyrjun 1948, og gegndi því
starfi af frábærum dugnaði og ósérhlífni til
dauðadags, en hann lést af slysförúm 15.
febrúar 1969.
Jafnframt framkvæmdastjórastarfinu gegndi
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975