Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Síða 24

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Síða 24
Háspennuturn á Heiðmörk i 220 kílóvolta Slraumsvikurlínu. Ljósm.: Vilhjálmur Sigtryggsson 1974. halda þvi vel við. Sómir húsið sér hið besta í hinu hrjúfa landslagi. Inni í húsinu er rúmgóður skáli, þar sem húsbúnaður er í norskum stíl, eldhús og svefn- skáli með nokkrum rúmum. Fjölskyldur Norðmannafélagsins dvelja oft í húsinu um helgar á sumrin, en stjórn Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur hefur einnig ósjaldan komið þar saman til fundar eða sérstaks sam- komuhalds, og notið þar húsaskjóls og hlýju, og hefur við slík tækifæri stundum verið hús- fyllir á Þorgeirsstöðum. XVIII. HÁSPENNULÍNA UM ENDILANGA HEIÐMÖRK Búrfellsvirkjun var fullgerð árið 1968. Spengilegir stálgrindarisar í einfaldri röð, tengd- ir böndum, sem ekki mega rofna, fengu það hlutverk að handlanga milli sín megnið af raf- orkunni frá orkuverinu i Þjórsárdal allar götur vestur undir Faxaflóa. 22 Á Hólmslieiði, skammt frá Geithálsi, er viðkomustaður, svokölluð greinivirki, og þaðan lögðu leið sína nokkrir fleiri samtengdir stál- grindarisar skemmstu leið út til Straumsvíkur, þar sem álverið var að rísa af grunni. Þannig er það til komið, að yfir Heiðmörk- inni endilangri, frá Gvendarbrunnum suður fyrir Vífilsstaðahlíð, liggur tvöföld 220 þúsund volta loftlína, sem haldið er uppi af 15 stál- grindaturnum. Það fór ekki hjá því, að lagning þessarar línu, og þá einkum reising turnanna, hefði í för með sér töluvert jarðrask og gróðurskemmdir. Einn- ig olli umferð stórra flutningatækja nokkrum skemmdum. En lögð hefur verið áhersla á að græða eftir föngum þau sár á gróðurfeldinum, sem þessi mannvirki óhjákvæmilega höfðu í för með sér. Sum þessara mannvirkja kunna e.t.v. síðar meir að koma að gagni við áframhaldandi skógrækt á Heiðmörk, og er þá ekki síst átt við bráðabirgðaveginn, sem lagður var skáhallt um Vífilsstaðahlíðina, en sá vegur þyrfti mikilla endurbóta við til þess að verða nothæfur fyrir almenna umferð. XIX. ÚTSÝNISSTAÐUR - HRINGSJÁ A mörgum stöðum á Heiðmörk er vítt og fagurt um að litast. Einn slíkra staða er syðst á Hjallabrún, ofan Sneiðinga, stuttan spöl frá veginum, skammt frá þar sem mætast Fljallar og Vífilsstaðahlíð. Á þessum stað hefur nú verið reist varða, og ofan á hana sett svokölluð hringsjá, kopar- plata, sem grafin eru á örnefni og áttir. Gerði Jón J. Víðis mælingamaður uppdrátt að hringsjánni. Gerður hefur verið göngustígur frá veginum að hringsjánni uppi á Hjalla- brúninni. XX. MINNISVARÐI Einar G. E. Sæmundsen skógarvörður réðst til Skógræktarfélags Reykjavíkur sem fram- kvæmdastjóri í ársbyrjun 1948, og gegndi því starfi af frábærum dugnaði og ósérhlífni til dauðadags, en hann lést af slysförúm 15. febrúar 1969. Jafnframt framkvæmdastjórastarfinu gegndi ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.